Morgunn - 01.12.1922, Síða 75
MORGUNN
169
undir þessi orð? Því vottar iara nú um heiminn, sem
ótvírætt minna 038 á aðra votta fyrir mörgum öldum,
aem lýatu dáaamlegum atburðum úr eigin reynslu. Vott-
arnir eru af öllum stéttum og stigum þjóðfélagsins, af
öllum flokkum, þar á meðal menn, sem mist höfðu alla
trú á lífið. En fyrir áhrif hinnar nýju opinberunar, er nú
líf þessara aömu manna orðið að nýju og fagnaðarríku lífi
— orðið »að hvíld í guði á yndislegri ferð«.
Á Austfjörðum kemur það atundum fyrir, einkum á
vorin og framan af sumri, að á morgnana renni hann á
með hlýjan andvara innan af fjöllunum, sem eykst eftir
því sem á daginn líður. Þetta kemur langhelst fyrir
þegar logn hefir verið og mollulegt veður daginn áður og
þokuloft að kvöldi eða fyrri part nætur. Þessi andvari
innan af fjöllunum er svo hlýr og hressandi, að maður
gengur að árdegisverki sínu með endurnýjaðri kröftum
en ella. Fjallagolan hefir alt önnur áhrif á mann en haf-
rænan og þokan, sem er svo tíður gestur á þessum tíma
ársins. Og sannarlega eru umskiftin góð að fá hressandi
fjallagoluna í fangið á morgnana þegar út kemur og með
henni þvi nær ætíð heiðríkt loft og sólskin. Þegar svo
viðrar, er sagt, að hann sé runnin á með hnúkaþey.
Það heíir æði oft heyrst um það talað undanfarið,
að deyfðin sé mikil í andlegum efnum hór á landi, að
fólkið sé sokkið niður í efnishyggju og veraldlegt brask,
og hugsi ekkert um andleg mál, kirkjurnar standi tómar,
messuföllin skifti mörgum hundruðum árlega, þjóðfélagið
sé maðksmogið og ormétið, þjóðin sjálf komin á andlegan
vergang og jafnvel klerkarnir hafi litla og lélega andlega
fæðu að bjóða. Sumt af þessu er vafalaust sannleikur.
En ég held, að vér þurfum ekki að örvænta fyrir því.
Ég held, að hann sé runninn á með hnúkaþey í þessu
landi nú siðustu árin i andlegum skilningi. Ég veit, að
til eru þeir menn, sem ekki fagna þeim veðrabrigðum.