Morgunn - 01.12.1922, Blaðsíða 76
170
MORGUNN
Þótt undarlegt megi virðast, kjósa sumir heldur lognið,
molluna eða jafnvel þokuna, en sem betur fer er sá flokk-
ur fámennur. Margir hafa fundið hressandi blæinn leika
um vanga sér, sóð þokunni feykt úr hlíðum og horft á
hana fjarlægjast svo að við blasti himinn blár og heiður,
bjartur sumarhiminn. Margir hafa fundið ylinn i þeim
blæ, fundið hvernig hann hefir vermt hjartað og styrkt
hugann. Lognið hafði svæft marga, mollan lagst þungt
á marga og þokan vafist þétt um marga, þegar hann
kom með yl sinn og sumar, hnúkaþeyrinn, — sem nú
leikur um oss innan af háleudum æðra og unaðsletra lifs.
Og vér skulum vona, að sá þeyr aukist, er á daginn líð-
ur, svo að takast megi að reka þokuna og molluna á burt
fyrir fult og alt, áður lýkur.
Víkkun hugmy^danna.
Prédikun eftir prófessor Harald Níelsson.
»En postnlarnir og bræðnrnir, sem voru i Júden, heyrðu að.heið-
ingjarnir hefðu einnig tekið við orði Gnðs. Og er Pétnr var
kominn npp til Jerúsalem, átöldu hinir umskornu hann og sögðu:
Þn hefir farið inn til óumskorinna manna og samneytt þeim. En
Pétur tók til frá upphafi og skýrði þeim frá öllum málavöxt-
um . . . . En er þeir heyrðu þetta, þögnuðu þeir og vegsömuðu
Guð og sögðu: Guö hefir þá einnig gefið heiðingjunnm aftnrhvarf
til lifs (Post. 11, 1—4. 18).
Nú hugsa sjálfsagt margir meðal yðar: Þetta er þó
undarlegur texti. Hvert ætlarðu með oss? Hvaða marki
stefnirðu nú að?
Eg vona, að mér takist bráðlega að gera yður það
ljóst.