Morgunn - 01.12.1922, Side 79
MORGUNN
173
hinna umskornu, þá er Pétur hefir skýrt þeim frá öllum
málavöxtum og talið þeim hughvarf: »En er þeir heyrðu
þetta, þögnuðu þeir og vegsömuðu Guð og sögðu: Guð
hefir þá emnig gefið heiðingjunum afturhvarf til lífs*.
Nú voru átölurnar snúnar í vegsömun. Já, »einoig«
táknar viðbót, ekki tap; það fól i sér ávinning í þessu
sambandi — ávinning, viðbót og framför. Og fyrir það
hljóta jafnvel »umskornir« að vegsama Guð, þegar þeir
hafa áttað sig á breytingunni. Þetta »einnig« fól í sér
sköpun nýrrar veraldar; ný konungdæmi og ný skatt-
lönd voru lögð við meginríki Krists. Kristindómurinn
hafði þessa útvíkkun í sér fólgna og hefir enn. Hann
umlykur alt; hann hélt áfram að vikka faðm sinn, unz
elska hans og miskunnsemi lukti um hverja þjóðina eftir
aðra; hann hefir oft stirðnað í trúfræðikerfum, en hinn
eiginlegi boðskapur Krists mun halda áfram útþenslunni,
unz alt mannkynið er orðið ein kirkja, sem syngur sam-
eiginlega lofsöngva. Gjaldið þvi varhug við hverri þeirri
mynd kristindóms, sem útilólzar einhvern eða einhverja.
Kristindómurinn kom ekki til þess að útiloka menn, held-
ur tiJ að umlykja þá. Þú getur notað það sem mæli-
kvarða, er þú átt að dæma um trúmálastefnur eða fyrir-
tæki þeirra og fyrirætlanir. Vitur maður sagði eitt sinn:
»Sú guðfræði, sem útilokar nokkura mannlega veru frá
hjarta Krists, er slæm guðfræði*. Utvalning felur ekki
í sér útilokun, heldur hið gagnstæða. Hin merkilega rök-
færsla Páls í 9. kapítula Rómverjabréfsins um útvalning
Gyðingaþjóðarinnar útilokar engan, er vill koma til Krists;
hún segir aðeins Gyðingum með undrunarverðum orðum,
að Guð sé miklu víðtækari í kærleika sínum en þeir, að
hann muni i elsku sinni safna saman i eina heild öllurn
löndum og þjóðum jarðarinnar.
Hvílík víkkun hugmyndanna fyrir »umskorna menn«,
sem höfðu alist við þá hugsun, að aðrar þjóðir væru fyr-
irlitlegar og að Guð elskaði hina útvöldu þjóð eina? Var
nokkur furða, að þeir átöldu Pétur fyrst eftir heimkom-