Morgunn - 01.12.1922, Síða 80
174
MOEGUNN
una til JerÚBalem? Sjáið hér mátt hleypidómanna. »Þú
heflr farið inn til óumskorinna manna og samneytt þeim«.
Þeir höfðu verið aldir upp við þessa skoðun; það var
þeirra barnatrú, og hana ætluðu þeir sér ekki að yfirgefa;
því að þeir héldu, að þeir einir ættu sannleikann, og sam-
kvæmt þeirri trú börðust þeir fyrir því, er þeir töldu
sannast og réttast. Máttur hleypidómanna er að líkindum
eitt mesta aflið, sem visnun veldur í mannlíflnu. Ef þú
ert fullur af hleypidómum gegn einhverjum, þá getur þú
ekki séð neitt gott í fari hans. Ef þú ert beðinn að færa
óhlutdrægnislega rök fyrir óvinsamlegri framkomu þinni
í hans garð, getur þú venjulegast ekki fært annað fram
en þetta eina, að þér geðjist ekki að manninum; hann
vekur óbeit þína með einhverjum hætti, og þeim hleypi-
dóm er erfiðara að Bigrast á en nokkurum skynsamlegum
rökura, er þú kynnir að geta komið með án nokkurrar
hlutdrægni. Þótt þessir urnskornu Gyðingar væru orðnir
kristnir, fundu þeir ekki til neinnar þarfar á því, að gera
aðrar þjóðir, svo nefnda heiðingja, hluttakandi í þeirri
blessun, sem þeir höfðu sjálfir hlotið, töldu jafnvel óhæfu
að reyna slíkt. Anægðir voru þeir með sjálfa sig, en þeim stóð
á sama, þótt allur hinn heiðni heimur væri á leið til hins
vonda. Það fanst þeim víst alveg eðlilegt. En hversu
hræðileg lífskoðun var slíkt, ef þeir, sem slíku trúðu, hafa
skilið sjálfa sig.
Sumir menn í kristnum löndum eru enn ekki fjarri
ölíkum hugsunarhætti. Þeir telja sór trú um, að sú teg-
und kristilegs »rétttrúnaðar«, sem þeir og þeirra flokkur
aðhyllist, só hinn eiginiegi kristindómur og þeir því óska-
börn Guðs, og þótt meiri hluti mannkynsins fari illa og
lendi í eilifum kvölum, þá hyggja þeir, að það muni ekki
að neinu leyti trufla gleði sina og sælu annars heims.
Ber ekki slík skoðun vott um harðneskjuhugarfar og misk-
unnarleysi ? Mun það hugarfar ekki einnig bera sér vitni
Btundum með breytninni hér í lífi? Hversu afarfjarri er
slíkt hugarfar anda Krists. Þó hafa heilir trúarflokkar,