Morgunn - 01.12.1922, Qupperneq 84
178
MORöUNN
ingjarnir veittu eigi aðeins viðtöku hinu upprennandi ljósi,
hinni nýju dögun; Mrlcjan sjálf fann til þess, að hugur
hennar þandist út og faðmur hennar víkkaði, er hún fékk
fregnirnar af því, að geislar morgunsólarinnar skinu nú
inn yfir lönd, er höfðu setið í myrkri. Heiðingjarnir sungu
nýjan söng og hin unga kirkja hóf ný lofgerðarljóð, og
söngurinn nýi og lofgerðin stigu saman til hæða og urðu
að einni þakkarfórn honum til handa, sem gerir alla
hluti nýja, og Gyðingar og heiðnir menn vissu, að »milli-
veggurinn, sem hafði skilið þá að«, var fallinn niður.
Sú kemur stundin, að hið sama endurtekur sig út af
því, sem nú er að gerast, út af þeirri víkkun hugmynd-
anna, sem nú er að fara fram, út af því að milliveggur-
inn, sem hefir skilið sundur, er að hrynja. Þegar hinir
»umskornu« vorra tíma, þeir er halda fastast í gamlar
venjur og þröngar hugmyndir fyrri kynslóða, fá sannar
fregnir af því, sem er að gerast, þá hætta þeir að átelja
Pétur, þá láta þeir af brigzlyrðum, andmælum og óhróður-
sögum um brautryðjendurna; þeir þagna, er þeim verða
Ijósar afleiðingar hinnar nýju víkkunar hugmyndanna og
hinnai nýju þekkingar. Hún er sumstaðar farin að breyta
léttúðarmönnum í staðfasta alvörumenn og leggja þeim
lofsöng á varir. Og er til öllu órækara merki um breyt-
inguna, en þegar guðleysinginn, sem áður var, gerist fagn-
andi boðberi guðstrúarinnar og honum finst ekkert j'afndá-
samlegt og að hafa sannfærst um, að það standi gæzkurík-
ur Guð bak við alla tilveruna? Slík stórmerki gerast á
vorum dögum, er menn hafa sannfærst um, að veggurinn
milli vor og hins næsta tilverustigs er að nokkuru leyti rif-
inn niður. Þeim.sem slíktlifa, flnst nýr dagur hafa runnið
upp. Og þegar kirkjan fær þær fregnir af þessu, sem
hún trúir, þagna mótbárurnar og menn vegsama Guð.