Morgunn - 01.12.1922, Blaðsíða 88
182
MORÖUNN
ins hafa mörg skilyrði fcil þess að birtast í rökkurkyrð sveita-
baðstofunnar, þar sem móðurástin breiðlr sig með óendanlegri
fórnf/si yfir deyjandi barnið?<í
Frásögur húsfrú KrÍ3tínar fara nú hór á eftir, en fyrlrsagn-
irnar eru eftir mig.
Har. Níelsson.
I. „Séröu ekki litlu drengina?"
Haustið 1899 dó drengur 10 ára gamall, sem lijónin
á Finnastöðum í Sölvadal áttu. Hann hafði legið rúm-
fastur nokkuð lengi í berklaveiki. Tvo drengi höfðu þau
mist áður, annan fyrir nokkrum árum, hinn fyrir rúmu
mi8siri.
Móðir hans, Sigríður Jónsdóttir, vakti hjá honum nótt-
ina, þegar hann dó. Hann lá lengst af í móki og virtist
ekki taka mikið út. Alt í einu leit hann upp og starði
brosandi fram fyrir rúmstokkinn:
»Líttu á litlu drengina, sem standa við rúmið mitt«,
sagði hann.
»Eg sé þá ekki, barnið mitt«, sagði hún. Henni datt
í hug, að hann væri að fá óráð, en annars var hann ekk-
ert líkur því, að hann hefði ekki fulla rænu. Stundu
seinna aagði hann aftur svo innilega glaður:
»Mamma, sjerðu ekki litlu drengina, sem altaf eru
við rúmið mitt?<
Rjett á eftir skildi hann við.
Þegar liún sagði mér þessa sögu, bætti hún við með
tárin i augunum: »Síðan hefir mér stundum dottið í hug,
að litlu drengirnir mínir hafi komið til þess að fagua
bróður sínum og gera honura viðskilnaðinn léttari*.
II. „Eg sá bræöurna mína“.
Svipaða sögu hefir liannveig móðursystir mín sagt
mér. Það var stuttu eftir aldamótin. Iiún sat hjá bana-
sæng dóttur sinnar. Ilún var 11 ára gömul. Hún hafði
legið lengi í berklaveiki og aldrei borið neitt á óráði.