Morgunn - 01.12.1922, Page 90
184
MORÖUNN
inn i, stundum er eins og þeir renni saman í eitt. Hann
lýsir þeim eins og hnattmynduðum sveiflum, sem þjóta
áfram með feikna hraða. Út frá hverri sveiflu er sam-
litur geisli, sem nær oftast nálægt metra út frá mannin-
um, stundum litið eitt lengra eða skemra. Sveiflur þessar
eru mestar kringum höfuðið. Við ákafa geðshræringu, t.
d. reiði, dökkna litirnir. Allur er þessi geislabaugur eins
og egg í lögun. Oftast eru litirnir bjartir og skærir, þótt
nokkuð 8é það mismunandi. Hann segist ekki geta likt
þeim við neitt, sem hann hafl séð, nema helzt regnbog-
ann, eða fegurstu litbrigði loftsins við sólarlagið. Aldrei
segist hann hafa séð algerlega eins í kringum nokkra tvo
menn, þótt hann nefni sömu litina kringum marga.
Nú fyrii' skömmu veiktist barn hér á heimilinu. I
byrjun veikinnar sagði hann mér, að geislarnir væru óskýr-
ari en venjulega, og dálftið bognir niður á við. Þetta
ágerðist eftir þvi sem sótthitinn óx. En áður en eg tók
eftir nokkrum batamerkjum, kom hann að rúminu og
sagði: »Nú eru litirnir að skýrast og geislarnir ekki eins
bognir*. Stuttu síðar fann eg, að sótthitinn var að réna.
í tvo sólarhringa sá eg engin önnur batamerki, en altaf
stóð hann á því fastara en fótunum að geislarnir væru
að skýrast og réttast. Eftir það kom greinilegur bati í
ljós. Hann heflr sagt mér, að í kringum tvö börn á óvita
aldri, sem hann hefir aðgætt, sé lítið af litum, en nokkuð
af hvítu ljósi.
Hann sér svipaða geisla kringum öll dýr, jurtir og
steina, en þar eru litbrigðin öðruvísi og óskýrari og sveifl-
urnar mikið miuni. Á hærri dýrum sér hann aldrei nema
einn lit kringum hvern einstakling, en ekki altaf sama
litinn kringum dýr af sömu tegund; eins er um jurtirnar.
En kringum skordýr og steina er altaf rautt. Þar eru
sveiflurnar örsmáar og mjög hægfara. Ilann hefir sagt
mér, að kringum suma steina sje mjög ljósrauður litur,
og þegar hann fer fram hjá þeim, grípur hann einhver
löngun til þess að dveija hjá þeim. Hann hefir komið