Morgunn - 01.12.1922, Qupperneq 92
186
MORG UNN
hafa séð mannsandlit og hönd, sem hefði haldið á krosB-
inum. Lýaingin á andlitinu átti alveg við andlit frænda
mín8, sem dáinn var. Þó hafði drengurinn hvorki séð
hann né mynd af honum. Krossinn, sem höndin hélt á,
sagði hann, að hefði verið bleikur og ljósgeislar stafað
út frá honum.
Sýnin virtist honum hverfa gegnum þilið, þegar hann
hafði orð á þvi, að hann sæi hana.
Eg veit vel, að sögur þessar hafa lítið sannanagildi
í augum efagjarnra manna. En hvernig sem þær verða
skýrðar, veit eg, að drengnum hefir komið þetta fyrir
sjónir, eins og hann sagði frá, því í bæði skiftin sá eg,
að hann var í óvenjulegri geðshræringu, en þó sagðist
hann ekki hafa orðið neitt hræddur. Og eg skal bæta
því við, að eg trui því sjálf, að þessir ættingjar mínir
hafi viljað birtast mér, en ekki getað það á annan hátt.
Kristín Sigfúsdóttir.
Ýmislegt úr eiginni reynslu.
Erindi flutt á fundi S. R. F. f. 30. marz 1922 (nokkuð aukiO).
Eftir Aöalbjörgu Sigurðardóttur.
Háttvirtu tilheyrendur!
Þegar eg stend hör frammi fyrir ykkur í kvöld, og
hefi lofað að segja frá »ýmislegu úr eiginni reynslu®, þá
er það ekki af því að eg haldi, að þetta, sem eg ætla að
segja, sé svo sérlega óvanalegt eða merkilegt. Eg er
meira að segja viss um, að það eru einhverjir hér inni,
sem gætu sagt frá miklu áþreifanlegri staðreyndum, því
að eg hefi t. d. aldrei verið skygn. Að eg nú samt sem