Morgunn - 01.12.1922, Side 103
MORGUNN
197
irnar hafl utan líkamanna verið saman á þeim stöðum,
sem draumurinn sagði til. í fyrsta skifti, sem eg tók eftir
þessu, dreymdi mig föður stúlku, sem hjá mér var. Mér
fanst við vera á ferö i einhverju mýrarkviksyndi, sem eg
8ökk ofan í, en liann bjálpaði mér jafnóðum upp úr. Eg
sagði stúlkunni drauminn um morguninn, on þegar við
híttum foreldra hennar næst, segja þau okkur nákvæm-
lega sama di-auminn. Hafði föður stúlkunnar dreymt hann
sömu nóttina og mig, og fanst hann svo einkennilega
skýr, að hann vakti konu sína, til þess að segja henni
drauminn áður en hann gleymdi honum.
Sömuleiðis hefir mig og frændkonu mina, Sigríði Jóns-
dóttur, nokkrum sinnum dreymt sama drauminn báðar, en
ekki höfum við altaf getað vitað, hvort það hefir verið
sömu nóttina. Sumarið 1916 var eg á Dalvík i Svarfaðar-
dal. Dreymir mig þá eina nótt, að eg er á ferð með
Sigríði frænku minni; erum við á leiðinni heim að Hofi
í Hörgárdal, en þar hefi eg reyndar aldrei komið í vök-
unni. Eg fór næsta dag til Akureyrar og hitti Sigríði.
Hafði hana þá dreymt alveg sama drauminn nóttina áð-
ur. Einu sinni að hausti til fór eg með skipi frá Reykja-
vík til Akureyrar. Við fengum afskaplega vont veður
norður af Sléttu, svo að við óttuðumst jafnvel eina nótt, að
skipið mundi farast. Eg beitti þá öllum viljakrafti mín-
um til þess að láta Sigríði verða vara við mig. I ein-
hverju svefnmóki fanst mér hvað eftir annað eg kom-
ast til Akureyrar og jafnvel inn í svefnherbergi Sigríðar.
Næsta morgun lægði veðrið og þann dag komumst við til
Akuroyrar. Segir þá Sigríður strax, þegar hún 8ór mig,
að naumast eé, að eg hafl sótt að sér; hún hafl ekki haft
nokkurn frið fyrir mér nóttina næstu á undan. Veð-
ur hafði verið gott á Akureyri, svo að henni datt ekki í
hug að vera hrædd um mig eða skipið. En í hvert skifti,
sem hún sofnaði um nóttina, dreymdi hana mig; var eg
mjög áfjáð að segja henni eitthvað, sem hún náði þó ekki
utan um, en hrökk upp í hvert skifti. Seinast varð hún