Morgunn - 01.12.1922, Side 104
198
MoEGUNN
svo óróleg, að hún vakti mann sinn; aagðist hún vera
hrædd um, að eitthvað væri að mér, og gat þess vegna
ekki eofnað aftur, það eem eftir var næturinnar.
Oft heíir það komið fyrir okkur hjónin, að við höfum
orðið fyrir samskonar áhrifum í svefni. Stundum höfum
við bæði vaknað í einu, t. d. við það, að okkur heflr
fundist einhver koma inn í herbergið til okkar og haft
bæði samskonar tiifinningar af því, hver það væri. Greini-
legast urðum við vör við þetta einu sinni haustið 1920.
Við vorum þá nokkra daga hjá Olafl Isleifsayni í Þjórs-
ártúni og sváfum í »kóngsherberginu« evokallaða. Eg
glaðvaknaði um miðja nótt við það, að mér fanst ein-
hver framliðinn inni í herberginu, og úhrifin frá honum
voru óþægileg. Mér fanst hann standa á gólfinu á milli
rúma okkar hjónanna, sem stóðu við sinn vegginn hvort.
Hann sneri sér að manni mínum, og mér fanst þetta
mundi vera gamall maður, sem mundi vilja láta biðja
fyrir sér. Þegar eg vaknaði betur, heyrði eg, að Harald-
ur var undir martröð og umlaði í svefninura. Hefir hann
iðulega orðið fyrir slíku, síðan er hann var drengur.
Þegar martröðin kemur yfir hann, segist hann alvakna,
þó að hann geti eigi með nokkru móti hreyft legg né
lið. Líði sér þá mjög ilia stundum, því að sér finnist ein-
liver standa hjá sér, og að máttleysið sé af völdum hans.
Segist hann einkum hafa orðið fyrir þessu á námsárun-
um i Kaupmannahöfn, mest fyrsta veturinn, áður en hann
fluttist inn á »Garð« (Regensen). Þá hafði hann aldrei
heyrt getið um spiritisma. Samt segist hann aldrei hafa
vaknað svo í martröð, að sér hafi ekki fundist framlið-
inn maður standa hjá sér. Til þess að reyna að losna
undan áhrifunum, segist hann jafnan taka það ráð, að
reyna að hljóða upp. Og það gerði hann þetta sinn.
Þegar slíkt hafði komið fyrir áður, hafði eg, samkvæmt
beiðni hans, ýtt við honum og vakið hann. Nú varð mér
Ijóst, að þessa þurfti við, en eg þorði blátt áfram ekki
ram úr rútninu og yfir gólfið, þar sem að eg hefði orðið