Morgunn - 01.12.1922, Qupperneq 105
MORftUNN
199
að fara fram hjá þeim, er eg fann að stóð þar á gólfinu.
Eg kallaði því í ákafa: »Haraldur, vaknaðu, vaknaðulc
Eftir augnablik tókst honum að rykkja sér upp, og
sagðist hann verða feginn að losna. Segir hann mér þá,
að hann hafi fundið mann standa skamt frá rúmstokkn-
um, rétt fram undan hægri öxl sér, og horfa á sig. Til-
tók hann nákvæmlega staðinn, og var það einmitt þar,
sem mér hafði fundist framliðni maðurinn standa. Mint-
umst við þess nú, að eg hafði farið eitthvað út fyrir hús-
dyr kvöldið áður, eftir að dimt var orðið; en þegar eg
kom inn í ganginn, varð eg vör við einhvern framliðinn
fyrir framan einar herbergisdyrnar. Glreip mig dálítill
geigur, og sáu þeir Haraldur og Olafur ísleifsson það á
mér, að mér var brugðið, er eg kom inn. Ekki gat eg
sofnað aftur, fyr en eg hafði fengið manninn minn til
þess að biðja með mér fyrir þessum ókunna gesti. Svo
sterk voru áhrifin og sannfæringin um, að það hefði verið
erindið.
Daginn eftir var komið með lik gamals manns, er
flytja átti austur í Rangárvallasýslu og jarðsetja þar.
Flutningsmennirnir komu inn i Þjórsártúni og beið lík-
kistan á hlaðinu á meðan, Nóttina eftir kom náinn frændi
gamla mannsins nýlátna til baka frá jarðarförinni og svaf
þá einmitt í því herbergi, þar sem eg hafði orðið áhrif-
anna vör við dyrnar kvöldinu áður.
Osjálfráð shrift.
Eg vil nú geta þess, að líklega hefi eg altaf haft
nokkra miðilshæfileika, en hefi ekki ræktað þá gáfu
nema einn vetur, sem eg skrifaði nokkuð ósjálfrátt.
Hætti eg við það aftur af tveim ástæðum. Fyrst og
fremst gerði það svo miklar kröfur til sálarkrafta minna.
Eg var oft undir svo sterkum áhrifum nokkrar klukku-
stundir bæði á undan og eftir skriftinni, að eg gat helzt
engum störfum sint, en eg þurfti að vinna mikið bæði
sumar og vetur. í öðru lagi fundust mér aldrei geta