Morgunn - 01.12.1922, Qupperneq 106
200
HORGUNN
komið neinar sannanir í skriftinni hjá mér Þóttist eg
því ekki geta vitað, nema þetta væri alt runnið frá undir-
vitund minni, þó að það væri alveg á móti vilja mínum.
En þennan vetur, sem eg skrifaði, skýrðist draumalíf mitt
mjög mikið, og þær sannanir sem eg fékk, komu i draum-
um, en voru svo staðfestar i skriftinni. Tvo af þessum
drauraum set eg hér.
Sá sem venjulegast skrifaði hjá mér, var unglings-
piltur, þá nýlega látinn, 15 ára að aldri, Eina nótt dreym-
ir mig það, að hann kemur til mín, og kvartar um, að
það fari svo illa um eitthvert skip, sem hann hafi átt.
Fór eg í svefninum með honum heim til foreldra hans;
fór hann með mig upp á loft þar og sýndi mér inn í eitt-
hvert dimt skot, sem eg kannaðist ekkert við. Var þar
eitthvert rusl, og upp úr því dregur hann dálítið skip og
biður mig að muna sig um, að skila þvi til mömmu sinn
ar, að láta ekki fara svona illa um skipið sitt. Síðan
vaknaði eg, en taldi drauminnn markleysu og lagði ekkert
upp úr honum. Næsta kvöld skrifaði eg ósjálfrátt; eg
gerði það altaf á vissum tímum. Kemur þá pilturinn og
er mjög óánægður yfir því, að eg hafl ekki skilað þessu
til mömmu hans, sem hann hafi beðið mig um í draumn-
um; biður hann mig fyrir hvern mun að tínna hana það
fyrsta. Eg fór þá daginn eftir og sagði móður drengsins
drauminn. Hún segir mér þá, að pilturinn hafi átt tvö
eða þrjú lítil barnaskip. Honum hafði þótt svo vænt um
þau, að þegar hann lá banaleguna, sagði hann móður
sinni, að hún mætti gefa öll leikföngin sin, neraa þessi
skip. Nú liafði hún þó liugsað sér að gefa skipin, og ein-
mitt kvöldið áður en eg kom með skilaboðin, sagðist hún
hafa verið að leita að þeim í því skyni, en gat þá livergi
fundið þau. En þegar eg sagði henni frá skotinu og rusl-
inu, sem þau lágu innan um, dettur henni strax í hug, að
þau muni liggja í ruslakoforti, sem stóð í skugga við múr-
pipuna á ganginum frammi á loftinu. Þar fundust þau
Jíka. Nokkru seinna kom skriflega sú yfirlýsing frá pilt-