Morgunn - 01.12.1922, Side 108
202
U ORGUNN
var mynd af systur mannsins, þeirri sem hann hafði sagt
mér frá.
Visir til dulheyrnar og skygni.
Eg var fjögur suraur við rjómabú á Dalvík í Svarfaðar-
dal. Seinni tvö sumrin, sem eg var þar, hafði eg lítið að
gera við rjómabúið, en hafði því meiri tima til að hugsa og
lesa um andleg mál. Þau sumur kom það oft fyrir mig, að
eg heyrði sagða við mig eina og eina setningu, þegar eg
var að vakna. Var það vanalega einhver fyrirskipun eða
útskýring á mínu daglega lífi og störfum, en æfinlega
reyndust þessar bendingar vera réttar og mér vera óhætt
að fara eftir þeim. Eg man eftir, að eg fór einu sinni
ekki eftir ráði, sem eg fékk á þennan hátt, og varð fyrir
dálitlum óþægindum af þeirri ástæðu; því að ráðlegging-
in hafði reynst alveg rétt. Eg set hér til gamans eina
litla sögu.
Svarfaðai’dalurinn greinist að framan í tvo dali, Svarf-
aðardal og Skíðadal. Af því að svo langt var að flytja
rjómann framan úr dölunum, var ekki farið með hann
til rjómabúsins nema annan hvorn dag. Komu Svarf-
dælingar annan daginn með sinn rjóma, en Skíðdælingar
hinn daginn. Einn daginn, þegar Svarfdælingar áttu að
koma, beið eg þeirra árangurslaust; enginn kom og var
eg hálfsár yfir því, að fá svo allan rjómann næsta dag.
Eg fór venjulega á fætur kl, 5 á hverjum morgni, og
lagði mig svo útaf einbverja stund á dagiun, þegar eg
hafði lokið verkum mínum. Þennan dag lagði eg mig
fyrir að vanda og sofnaði litla stund. Rétt þegar eg var
að vakna aftur, heyri eg skýrt, að sagt er við mig, og
þóttist eg vita, að átt væri við rjómaflutninginn: »Það
var alt honum Jóhannesi á Sandá að kenna*. Þegar eg
kom á fætur næsta morgun, var maður kominn með rjóma
úr Svarfaðardalnum. »Af hverju komuð þið ekki í gær«,
segi eg, >það er ekki ykkar dagur i dag?« »Nei«, Begir
maðurinn, »eg veit það. En það var alt honum Jóhannesi