Morgunn - 01.12.1922, Síða 111
MORGUNN
205
Viðvörunardraumur.
Einn draum hefir mig dreymt á æfinni, sem eg trúi
staðfastlega, að hafi orðið til þess að forða mér frá því,
að verða óviljandi orsök í drukknun annars manns. Eg
var á Dalvikinni, þegar mig dreymdi drauminn. Hann
sýndist mjög ómerkilegur, en var svo skýr, að hann sat
fastur í huga mínum þess vegna. Eg þóttist vera að
baða mig í Eyjafjarðará, finn eg þá þrjá hluti í ánni.
Það voru vatnsstígvél, búnaðarrit og biblía. Þykist eg
vita, að þarna hati drukknað maður, og þessir hlutir orð-
ið eftir af honum. Um leið heyri eg sagt: »Sjómaður
og bóndi*. Þykist eg þá vita, að maðurinn, sein þarna
hafi drukknað, hafi verið sjómaður og bóndi. Draumur-
inn var ekki lengri. Næsta dag, sem var sunnudagur,
var yndislegt veður. Fór eg þá út að ganga, til þess að
njóta sem bezt veðurblíðunnar. Gekk eg fram eftir daln-
um, og var, áður mig varði, komin fram á móts við bæ-
inn Sökku í Svarfaðardal. Þar bjó vinafólk mitt og dett-
ur mór þá í hug, að fyrst eg só komin svona langt, skuli
eg fara og heimsækja það; en til þess þurfti eg að fara
yfir Svarfaðardalsána. Fer eg þá heim að bæ, sem er
beint á móti Sökku, og bið um fylgd yfir ána. Bóndinn
þar var formaður á mótorbát niður á Dalvík, en fór
venjulega heim um helgar, og var í þetta sinn einn heima
af karlmönnum. Hann sótti strax tvo hesta og bjóst til
að fylgja mér yfir ána. Sagði hann mér, að hesturinn,
sem hann setti mig upp á, væri traustur, en því miður
væri sinn hestur ósterkur og ónýtur í vatni, en vonandi
kæmi það ekki að sök. Við riðum síðan niður að ánni,
en þegar þar kemur, segir bóndi, að hún só auðsjáanlega
i nokkrum vexti. Verst só, að hann só vöðum á ánni
og breytingum á þeim svo ókunnugur, af því að hann
sé svo lítið heima. Segir hann, að í’éttast sé, að eg bíði
á bakkanum, en hann reyni ána, áður en eg leggi út í
hana. Er hann svo í þann veginn að leggja út í ána,
en þá finst mér blátt áfram hrópað inn i eyrað á mér: