Morgunn - 01.12.1922, Qupperneq 113
MORGTJN N
207
heildarlýaing gefin, sem vér hyggjum, að hafi verið ómót-
mælanlega réttmæt:
„öll ummælin eru sprottin af megnustu óvild. Engin tilraun
gerð til þess að taka það að neinu leyti til greina, er þeir menn
hafa að segja, sem verið er að áfellast. Hreyfinguna á að lemja
niður með brigzlum og ásökunum og yfirlýsingum um það, að við
þá verði aldrei friður saminn. Þekkingin a málinu alls engin og
fyrirdæmingin alveg afdráttarlans11.
Sama verður ekki sagt um þessa bók dr. M.-L. Svo
víðtækur og djúptækur sem munurinn er á skoðunum
vorum og skoðunum hans, er réttlátt og sjálfsagt að kanri-
ast við það, að hann hefir töluvert kynt sér málið — af
bókum, en aldrei með tilraunum, — og talar því um það
af langtum meiri þekkingu og viti en þeir danskir stéttar-
bræður hans, sem áður hafa látið til sin heyra. Þar á
móti verður ekki fullyrt, að höf. hafi aflað sér þessarar
þekkingar í því skyni að komast að sannleikanum. Hann
lýsir því yfir, beint og óbeint, að hann vill komast að
tilteknum ályktunum og kveða aðrar niður. öllu þvi,
sem ekki samþýðiet kreddukerfi Jians sjdlfs, vísar hann á
bug. Hann er ekki bundinn af neinum vísindalegum
kreddum. Þess vegna lætur hann sannfærast um það, að
fyrirbrigði spíritismans gerist. En hann er ramfjötraður af
trúarlegum kreddum. Fyrir því kemst hann að þeirri
niðurstöðu, að spiritistiska hreyflngin eigi uppruna sinn
hjá djöflinum.
I vorum augum er þessi niðurstaða auðvitað fárán-
lega fráleit. En með nógu mikilli góðgirni kann að mega
finna nokkura afsökun fyrir höf. í þvi, hvernig spíritism-
inn hefir gengið á ættjörð hans — að minsta kosti í næsta
nágrenni við hann, Hróarskeldu, eftir því sem frá er skýrt
í bók hans af einum þeirra manna, sem um tíma varð
fastast gripinn af þessari hreyfingu. Af þeirri frásögn
verður ekki hjá þeirri ályktan komist, að mennirnir hafi
verið gersamlega óhæfir til allra sálrænna rannsókna.
Þeir leggja út í tilraunirnar í því skyni einu að afla sér
nýrra trúarbragða. Þeir eru ekki að leita að sönnunum,