Morgunn - 01.12.1922, Page 114
208
MORÖUNN
heldur að ósönnuðum kenningum. Iíver um annan þveran
fara þeir að skrifa ósjálfrátt, og þeir leggja óumræðilega
mikið upp úr þeim skrifum, þó að engin sönnun sé þess,
að þau hafi ekki að miklu eða öllu leyti verið runnin frá
þeim sjálfum. Þeir virðast ekki hafa hugmynd um það,
að nein akeyti úr öðrum heimi geti aflagast á leiðinni.
Þeir eru þess fulltrúa, að þeir standi í sambandi við há-
göfuga, óskeikula anda, margfalt æðri en þeir eru sjálfir
— öðrum verum úr hinum ósýnilega heimi vilja þeir
ekki sinna. Svo fer hitt og annað að skrifast, sem er
gagnstætt þvi, er áður hefir komið, og ósýnilegu höfund-
arnir þykjast vera þeir sömu og áður, og þá verða þessir
rannsóknamenn alveg bilaðir. Ef eitthvað skrifast miður
virðulegt, verða þeir að gjalti. Þeir láta teygjast út i
mjög viðsjárverð fyrirtæki fyrir þá sök eina, að þeim
er ráðið til þess í þessum skrifum. Þeir virðast vera
fullir af úlfúð og tortryggni hver til annars — að minsta
kosti mjög auðvelt að vekja það hugarfar hjá þeim — og
þeir fara að skrifa ósjálfrátt róg hver um annan. Þegar
hinir ósýnilegu gestir fara að velja úr félagsmönnum, til
þess að hleypa iikamlegu fyrirbrigðunum af stokkunum —
þar sem félagið er miklu stærra en svo, að allir geti
komist að, og þar sem það vitanlega skiftir miklu máli,
að sem hentugastir menn séu valdir — þá verða þeir stór-
lega móðgaðir, sem út undan verða. Þeir verða lafhrædd-
ir við að sjá umleitanir til sambandsástands. Þeir ákveða
fyrirfram í hugum sinum, hvernig fyrirbrigðin eigi að
vera, til þess að vera samboðin hinum hágöfugu öndum
þeirra, og þeir hneykslast á þeim, þegar alt kemur ekki
heim við hugmyndir þeirra. Jafnvel þegar þeir eru að
fá hin stórkostlegu og glæsilegu líkamlegu fyrirbrigði, sera
að nokkuru verður getið síðar í þessari grein, — fyrir-
brigði, sem voru svo frábær, að nú er tæplega kostur á
að sjá slíkt nokkurstaðar í heiminum, enda mundu vekja
fögnuð og aðdáun hjá hverjum hleypidómalausum rann-
sóknarmanni, með einhvern sneíil af vísindalegu hugar-