Morgunn - 01.12.1922, Qupperneq 116
210
MOE&UNN
annan heim, og það hefir haft feikna áhrif. Þar eru
yfir 300 söfnuðir, sem myndast hafa út af hinni spíritist-
isku sannfæring. Og þar er mikill mannfjöldi í gömlu
söfnuðunum, sem hefir þá sannfæring. Hvergi ætti að
vera auðveldara en þar að ganga úr skugga um, hver
áhrif hin nýja þekking, sú er við spíritismann er kend,
hefir á mennina. Nú er skýrt frá því í Prestafélagsrit-
inu, því heftinu, er út kom í sumar, að allmargir prestar
þar hafi stofnað félag innan gömlu kirkjudeildanna til
þess að útbreiða þá þekking. Þeir vænta sér hinnar
mestu blessunar fyrir kirkju Krists af þeirri þekking.
Mundu þeir ala slika von í brjósti, ef reynsian á Englandi
hefði orðið sams konar og sú reynsla, sem dr. Martensen-
Larsen byggir á og dregur svo gífurlegar ályktanir af?
Og félag þessara ensku presta ríður úr hlaði með vel-
þóknunar-yfirlýsingum frá erkibiskupinum í Kantaraborg
og biskupinum í London!
Jafnframt virðist oss sem jafn-mentuðum manni og
dr. M -L vafalaust er geti ekki verið ókunnugt um það,
að nýjum, sterkum, andlegum hreyfingum fylgir alloft
hitt og annað viðsjárvert, ýmis konar öfgar, misskilning-
ur og vitleysa hjá þeim mönnum, sem illa eru breyfing-
unni vaxnir. Af bréfum Nýja Testamentisins má ráða
það, að fleiri grasa hefir kent jafnvel í frumkristninni en
heiiagleikans og vitsmunanna. Og bersýnilegt virðist það,
að fyrstu kristnu mennirnir, sem margir voru gæddir svo
miklum sálrænum hæfileikum, hafa orðið varir við ffeiri
verur úr ósýnilegum heimi en hágöfuga anda — að lík-
indum eitthvað svipaða gesti og þá, sem Oarolsfeld-Krausó
og dr. M.-L. eru svo lafhræddir við. í vorum augum er
það eitthvert hið ísjárverðasta fljótræði, sem hent getur
nokkurn mann, að eigna myrkrahöfðingjanum andlegar
hreyfingar fyrir þá sök, að menn fella sig ekki við þær
að einhverju leyti. Menn brendu sig á þvi fyrir nálægt
1900 árum austur á Gyðingalandi, í viðureigninni við
sjálfan höfund kristninnar, og það hefir ekki beinlínis