Morgunn - 01.12.1922, Blaðsíða 118
212
• MORGUNN
frjálslyndi og ofstopa. Uramæli dönsku prestanna, sem
getið heíir verið ura í Morqni benda óneitanlega í þá átt-
ina. En neyðarúrræði er það að minsta kosti að gera
spiriti8mann að sérstökum trúarbrögðum.
Fyrst og fremst vegna þess, að hann er ekki til þess
fallinn. Eins og margsinnis hefir verið tekið fram hér i
ritinu, erum vér ekki i neinum vafa um það, að samband
hafi fengist með tilraunum við annan heim. Þetta sam-
band getur orðið til ómetanlegrar trúarstyrkingar, og hefir
þegar orðið það fjölda manna. Það getur að ýmsu leyti
leiðrétt trúarhugmyndirnar, hefir þegar gert það, og vér
efumst ekki um, að það muni gera það miklu betur, þeg-
ar fram líða stundir. Ensku prestarnir hafa vafalaust rétt
að mæla, þeir er hafa lýst yfir þeirri sannfæring sinni,
að það geti orðið til mikillar blessunar kirkju Krists. En
allir, sem nokkura verulega reynslu hafa af þessu sam-
bandi, vita, að það er miklum örðugleikum háð, og að
öllum ósönnuðum staðhæfingum verður að taka með hinni
mestu varkárni. Það getur farið svo, sem franski heim-
spekingurinn Bergson vonast eftir, að einmitt það, sem
nú er ósannað, frásagnir framliðinna manna úr öðrum
heimi, verði mesta sönnunargagnið fyrir tilveru annarB
heims. Það getur farið svo, sem sami maður vonast eft-
ir, að vér getum fengið jafn óyggjandi frásagnir af öðrum
heimi eins og af öðrum heimsálfum hér á jörðunni, og að
vér getum fundið ráð til að ganga úr skugga um sann-
indi þeirra. Á það stig er sambandið ekki komið, og
meðan svo stendur, virðist ísjárvert að gera spiritismann
að eérstökum trúarbi'ögðum.
1 öðru lagi er það ísjárvert, eftir þvi sem vér lítum
á málið, vegna þess, að það mundi verða spiritismanum
mikið tjón. Þegar hann er orðinn að sérstökum trúar-
brögðum, er hætt við, að öll vísindaleg gagnrýni hverfi.
Þegar hann hefir verið lokaður inni í sértrúarflokks-klefa,
er hætt við, að hann sæti sömu örlögum og aðrir sér-
trúarflokkar: Ósannaðar kreddur fara að verða kappsmál,