Morgunn - 01.12.1922, Síða 120
214
MORGUNN
um þessum fyrirbrigðum. Hann hefir látið sannfærast um,
að þau gerist í raun og veru, svo furðuleg sem þau séu.
Nákvæmast er skýrt frá fyrirbrigðum, sem gerðust
hjá Einari Nielsen í Hróarskeldu veturinn 1912—13.
Skýrslan er eftir Carolsfeld-Krausé, þann er áður er nefnd-
ur, og er einkar merkileg. Oss virðist tímabært að prenta
hér kafla úr henni, eftir allar þær ofsóknir, sem þessi
stórkostlegi miðill heflr orðið fyrir á þessu ári. Það, sem
hér fer á eftir, ætti að vera mönnum nokkur bending
um, hve óhemjuleg sú rangsleitni er, sem þessi maður
hefir verið látinn sæta, þar sem hann hefir um mörg ár
verið borinn látlausum svikabrigzlum og nú síðast út-
hrópaður um allan heim af samvizkulausum blöðum sem
auðvirðulegur loddari, fyrir tilverknað óhæfra rannsókn-
armanna.
Vér byrjum þá á 2. fundinum, sem Einar Nielsen
hélt í Hróarskeldu:
»Þessi fundur gekk eins og fyrsti fundurinn, en fyrir-
brigðin voru sterkari. Borð, sem talið var um 40 kíló að
þyngd lyftist upp frá gólfinu og sveif eitt augnablik í lausu
lofti, alveg eins og okkur hafði verið fyrirfram boðað með
höggum, að það mundi gera.
»Þetta fyrirbrigði gerðist í fullu ljóai, og var endur-
tekning samskonar fyrirbrigðis, sem gerst hafði árdegis
sama daginn, meðan við raiðillinn vorum tveir einir í stof-
unni. Nokkur borð lyftust það skiftið upp, hálfan meter
frá gólfinu, og svifu í loftinu . . . þesai utanveltu fyrir-
brigði gerðust í bjartasta dagsijósi og auk þcss í sólsltini,
og það voru andarnir sjálfir, sem áttu upptökin að þeim.
Þeir byrjuðu á liáværum liöggum, til þess að gera okkur
vara við sig, meðan við miðillinn sátum í herberginu og
vorum að tala saman. Þeir skoruðu á okkur, að gefa nú
tafarlaust gætur að þvi, sem þeir ætluðu að koma í fram-
kvæmd, og lofuðu okkur því, að kvöldið skyldi verða
merkilegt . . .
»Kvöldfundurinn gekk fyrirtaks vel. Fyrirbrigðin, sem