Morgunn - 01.12.1922, Side 122
216
MOEGUNN
Skýið leið áfram einn meter í loftinu og hvarf þá. Engir
aðrir sáu þetta fyrirbrigði, sem kemur annars tiltölulega oft
fyrir, þvi að þeir höfðu ekki augun af svífandi þokumynd-
unum, sem að lokum urðu svo margar, að loftið virtist
alveg troðfult af þeim. Þær voru með ýmsum litum,
fle8tar samt hvítar eða blikandi bláleitar eins og tungl-
skin á is. Þær glömpuðu og glitruðu, stundum sterkt,
stundum veikt. Við og við lögðu þær af stað í loftinu
eins og hvítir gufubólstrar, sem einhver blési frá sér i
smáum skömtum, og einu sinni eins og blaktandi, hvítir
dúkar, hver á eftir öðrum í óslitinni röð, og liðu allir
í sömu áttina.
»Meðan þetta var að gerast, töluðum við saman um
það, sem við sáum, í fullum róm; hvert undrunarópið rak
annað. Einn okkar, roskni maðurinn með veiku sjónina,
gat enn ekkert séð. Hann sat við hliðina á mér og hélt
í hægri höndina á mér. Hann var einmitt að tala um
það, hvað hann langaði innilega til þess, að eitthvað
birtist svo greinilega, að hann gæti líka séð það; í sama
bili varð honum að óak sinni, og það svo um rnunaði: rétt
fyrir framan fæturna á honum og mér var kominn mjög
einkennilegur hlutur á gólfdúkinn; hann var eins og nýra
í lögun og á stærð við gæsaregg. Haun var glóandi á
að líta, með bláleitum, blikandi og öldukendum ljóma,
eins og einhver dásamlegur gimsteinn, fullur af glæsilegu
ljósi, sem var þann veg fyrir komið, að það varpaði ekki
ljósi á gólfdúkinn, sem þetta lá á, né á annað umhverfis,
svo að sýnin varð enn kynlegri fyrir það.
»Við horfðum öll á þetta með mestu undrun. Eg
laut niður, rauf hringinn, sem við höfðum myndað, og
tók á hlutnum með hendinni, en fann ekkert; þá setti eg
fótinn ofan á þetta, og það leið undan til hliðar og hólt
áfram að glóa. Einn fundarmanna var með rafmagns-
vasalampa og spurði andana, hvort hann mætti kveikja á
honum. Það var leyft með þremur höggum. Hann lót
hið sterka ljós frá lampanum falla á hlutinn úr tveggja