Morgunn - 01.12.1922, Qupperneq 123
MOKGUNN
217
þumlunga fjarðlægð, en rafljósið sýndist gult og lítilfjör-
legt við hliðina á hinum skæra ljósljóma frá þessum
merkilega hlut, sem enn hélt birtunni, jafn-sterkri og áður.
Alt i einu hvarf hann, og við rákum öll upp óp. Beðið
var ura, að þetta fyrirbrigði væri endurtekið, en því var
neitað með þungu höggi í gólfið.
»Við þökkuðum öndunum fyrir þessa dásamlega fögru
sjón og þrjú hæg og hljómlöng högg komu sem viður-
kenning þakklætis okkar.«
Hér skal þess getið, áður en frá fieiri fyrirbrigðum
hjá Einari Nielsen er skýrt, að fullnægjandi varúðarráð-
stafanir voru í frammi hafðar, til þess að ganga úr skugga
um, að miðillinn beitti engum brögðum. »Tveir menn
héldu höndum miðilsins og stóðu ofan á fótunum á hon-
um, svo að hægt var að vita um hverja hreyfingu hans.
Siðar, þegar viðburðirnir fóru að verða tilkomumeiri, var
hann jafnvel fjötraður og bundinn, og svo langt var farið,
að böndin á honum voru fest við gólfið og innsigluð þar.«
Hér fer þá á eftir þýðing á öðrum kafla í þessari
frásögn um Hróarskeldu-fyrirbrigðin hjá E. N. (með ofur-
litlum úrfellingum).
»Það yrði oflangt mál að skýra frá öllu, sem við
sáum. Meðal hins merkilegasta voru hinar svu nefndu
lyftingar. Miðlinum var lyft upp af ósýnilegu afli og
hann sveif í loftinu ligsjandi fiatur; honum var suúið
þann veg, að stígvélasólar hans fóru rétt frarn hjá and-
litunum á öllum fundarmönnum, sem sátu i hring, og
eftir það var hann fluttur yfir borð eitt og lagður á það.
»Þetta fyrirbrigði gerðist svo oft, að fundarmenn urðu
því alvanir. Venjulega var rautt ljós í herberginu.
»Þegar þessar lyftingar gerðust fyrsta skittið, höfðu
þær ekki verið boðaðar i'yrir fram, og manninum, sem
hélt i höndina á miðlinum, var ekki ijóst, hvað væri í
aðsigi, og hélt því í miðiliun af öllum kröftum, slepti
honum ekki fyr en hann varð þess var, að hann var