Morgunn - 01.12.1922, Qupperneq 124
218
MORGUNN
8jálfur að lyftast upp lika. Þá leið miðillinn, ásamt stóln-
um, sem hann aat á, hægt upp í loftið. Stóllinn datt
bráðlega niður á gólfið, en hinum unga manni (miðlinum
var eins og fleygt aftur á bak og lagður marflatur I lauau
lofti, og því næst var honum snúið við, eins og áður er
sagt. Af sjálfum honum er það að segja, að hann varð
hræddur við þetta fyrirbrigði, og kvartaði undan hræði-
legri, ískaldri tilfinning í hnakkanum og fótunum . . .
»Aðrir atburðir, sem gerðust, voru í raun og veru
jafn-gagnatæðir þeim náttúrulögura, aem vér þekkjum.
Ýmsir hlutir voru fluttir inn í herbergið utan að, þó að
hurðir og gluggar væru lokuð og innBÍgluð, þar á meðal
fjöldi af lifandi fjólum, 64 talsins, í einu. Þær voru alt í einu
lagðar á borðið, og þeim var stráð á gólfið undir borðinu.
Þær voru ný-teknar af jörðunni, rakar og sterkur ilmur
af þeim, stönglarnir óvenjulega langir, 3 þuml. og meira;
i fyrstu voru þeir svo stinnir, að þeir svignuðu ekki und-
ir blóminu, en urðu fljótt magnlitlir og linir. Nokkurar
af þessum fjólum hefi eg þurkað, og á þær enn. Þegar
þetta gerðist, var 10 stiga frost úti og fjúk . . .
»Af fyrirbrigða-mergðinni skal eg enn fremur minnast
á þau, er nú skal greina: fiðlu var lyft upp af borðinu
og hún sveif í lausu lofti, en á meðan léku ósýnilegar
hendur (og eitt skiftið jafnvel sýnileg hönd) á strengina . . .
Málmklukka var tekin og hún sveíf líka i loftinu og hringdi
í slfellu; stundum leið hún langt burt, út gegnum vegg-
ina eða upp um herbergis loftið, svo að við heyrðum
hringinguna i fjarska. Stór málmhlutur þeyttist fram og
aftur i loftinu á fljúgandi ferð, myndir og málverk voru
tekin ofan af veggjunum og þeim var hlaðið í keltu eins
fundarmanns, grifíill skrifaði sjálfur o: án þess að nokk-
ur mannshönd stýrði honum. Mannaraddir heyrðust í loft-
inu og skoruðu á okkur að syngja tiltekna sálma o. s. frv.
Stórar greinir með blöðum og blómum voru bornar um og
komu við höfuð áhorfendanna, stórar, örþunnar slæður, sem
taka mátti á, veifuðust fram og aftur, og hu!rfu að lokum