Morgunn - 01.12.1922, Page 127
MORGUNN
221
inum hafi verið heimilt að gera þær »umbætur og leið-
réttingar« á bókinni, sem honum hugkvæmdist. Fyrir því
hefir verið litið svo á, sem biskup hafi verið bókinni sam-
þykkur, að minsta kosti í öllum verulegum atriðum. í
þessari bók er gersamlega hafnað öllum kenningum og
frásögnum Nýja testamentisins, bæði guðspjallanna og
bréfanna, um afskifti Satans og annara illra anda af mönn-
unum. Það kemur því nokkuð flatt upp á menn, að
biskup mælir nú með »leiðbeiningum« í þá átt, að myrkra-
höfðinginn hafi jafn-viðtæk og náin afskifti af okkur, eins
og gert er ráð fyrir i bók dr. M.-L.
Hvað eigum vér að fara að halda? Er hér um stór-
kostleg skoðanaskifti og mjög víðtæka stefnubreyting
að tefla? Eða eru meðmæli biskups gefin í fljótræði.
E. II. K.
Sýn Ólínu Sigurpálsdóttur.
Um vorið 1894, sunnudaginn næstan fyrir hvítasunnu,
bar fyrir mig sýn, er eg vil leitast við að lýsa.
Eg kom frá kirkjunni minni, Grenjaðarstað, þennan
sunnudag, og á heimleiðinni varð mér litið á austurloftið,
sem var heiðríkt og sól enn hátt á lofti. Þá sá eg eins
og 5 brjóstmyndir af mönnum í röð, hverja við aðra, og
bak við þessar eða inn á milli sá eg aftur koma höfuð,
og voru allar þessar myndir bjartar, líkastar kveldsól,
eða ekki bjartari en það, að eg gat horft á þær.
Eg var í þann veginn að kalla til fólksins, sem var
lítið eitt á undan og var Bamferðafólk mitt, og spyrja,
hvort það sæi ekki þetta eins og eg; þá kom eins og
ský eða skuggi og alt hvarf, og þá hafði eg enga löngun
til að segja frá því, og var ein með mínar hugsanir.