Morgunn - 01.12.1922, Síða 130
224
MORGU NN
og faBtar við bogann. Hægramegin við þessa mynd sá
eg bvo höfrungeliki, með stóran kjaft og sporð, en lítinn
þykkan búk, og ýmisleg fleiri sjódýr og skorkvikindi;
aftur vin8tramegin maurar og krabbar, eins og gagnsætt.
Svo færðust þessar skepnur í einum hóp upp yfir rúm
húsbóndans og eins og háðu orustu i loftinu, rétt ofan við
koddann. Þá fanst mér reykurinn, sem eg áður tapaði
af, koma fram með vinstri hliðinni á mér og þá koma
þessar skepnur í einni þvögu, og teygja sig í gufuna eða
reykinn svo áfergjulega með nefi og klóm. En mér virtist
hún vilja neyta allrar orku að verja sig. En að endingu
hvarf hún inn í þennan flokk og fann eg sárt til með
henni, og fór að gæta sem bezt að þessu, hvað það hefðist
að. Sé eg þá, mér til mikillar undrunar, að þessi kvik-
indi sátu á líkama húsbóndans, er mér sýndist alt í einu
liggja þarna í lausu lofti, og leit hann út eins og dautt
hræ, sem búið er að kroppa augun úr og nefið af, blóðug-
ur og bólginn. Alt í einu berst svo þessi sýn upp yfir
rúmið í sama stað og það áður var yflr koddanum; þa
datt mér i hug, að það ætti heldur að leggja til mín, eg
gæti þó fremur varið mig en vesalings gufan, er eg kendi
altaf svo til með. En eg var ekki fyr búin að hugsa
þetta en að uppreis stórt höfuð, kolsvart, og glenti glyrn-
urnar upp á mig og kom i einu vetfangi fast að andlit-
inu ú mér. Mér brá hvergi og horfðumst við í augu eitt
augnablik, og féll það á gólfið og var þar litla stund. En
8vo reis það upp aftur, enn ógurlegra en áður og áfergju-
legra, og sýndist mér eldur sindra úr augum þess, en eg
horfði sem áður í augun á þvi og það féll enn á gólfið.
Jt>essi sýn var svo enn framan við rúmið og náði
ofan að gólfinu og iðaði alt til, annað stykkið ljóst, en
hitt dökt, og virtist hefja orustu hvað við annað.
Þá leit eg snöggvast af þvi, en sá svartan skugga
koma, álíka stóran og lítinn vasaklút, og í honum er
ljósgrátt mannsauga. Mér sýndist það illilegt, og skugg-
inn var mjög dökkur í kring um augað sjálft og náði