Morgunn - 01.12.1922, Side 134
Deilan um Einar Nielsen
í ritgjörð um »Alþjóðafund sálarrannsóknamanna í
Kaupmannahöfn« í siðasta hefti MorguNs skýrði prófessor
Har. Níelsson frá tveim tilraunafundum, sem haldnir voru
af merkum sálarrannsóknamönnum, meðan á þessu þingi
stóð, með miðlinum Einari Nielsen. Þessir fundir gengu
svo vel, og voru svo merkilegir, að bæði Frakkar, Þjóð-
verjar og Norðmenn sóttust eftir því að fá E. N. til sín
og fá að gera tilraunir með hann. Það varð ur, að hann
varð kvrr heima um sinn, og að nefnd myndaðist til þess
að geia stöðugar tilraunir með hann i Kaupmannahöfn
um nokkura mánuði. I nefndinni voru, meðal annara,
Fritz Grunewald verkfraeðingur frá Berlín, prófessor Chr.
Winther og dr. med. Knud H. Krabbe.
Til þessara tilrauna var stofnað aðallega í þeim til-
gangi, að því er virðist, að fá nýjar sannanir fyrir efni
því, er nú er farið að nefna »teleplasma« og lika er nefut
»ectoplasma«; það streyrair á tilraunafundum út frá
líkömum sumra miðla og er notað til líkamninga og fleiri
svonefndra líkamlegra (fyeiskra) fyrirbrigða. Merkir vís-
indamenn hafa áður gengið úr skugga um þetta efni og
fært nákvæmar sönnur á, mál sitt, einkum þeir dr. von
Schrenck-Notzing frá Munchen, dr. Gustave Geley i Paris
og dr. Crawford i Belfast. 1 augum hleypidómalausra
manna, sem hafa kynt sér skýrslur þeirra um rannsóknir
sinar, getur ekki leikið nokkur vafl á því, að þeir hafa
sannað sitt mál. Svo að auðvitað gerðu þessar tilraunir
hvorki til né frá um aðalatriðið: vissuna um tilveru þeBsa
kynjaefnis. Hitt var auðvitað mikilvægt, ef óyggjandi
vitneskja, sem allir yrðu að taka trúanlega — þeir er
ekki lemja höfðinu við steininn, hvaða sannanir sem
koraa — gæti fengist um það, að til væri maður á Norður-
löndum, er væri þeirri gáfu gæddur, að þetta efni kæmi