Morgunn - 01.12.1922, Qupperneq 136
230
M OR&UNN
á eftir. Með þesaum útbúnaði kom fram í verulegum
trance (sambandsástandi), utan við prjónabúninginn og
slæðuhettuna, en innan byrgisveggjanna, hvítt efni, sem
iíktist slæðum, fjórum sinnum. Síðast skiftið, sem þetta
kom fram, var ljósmynd tekin af því með 5 stereoskóp-
áhöldum. Ljósmyndirnar koma nákvæmlega heim við það,
sem vér athuguðum beint. Eftir fundinn fór af nýju fram
rannsókn á byrginu, búningnum og hr. Nielsen, og ekkert
hvítt efni, sem liktist slæðu, fanst.
Samkvæmt þessu hikum vér ekki við að láta uppi
þá skoðun, að hr. Einar Nielsen sé sannur trancemiðill,
og að i sambandi við líkama hans geti komið fram hvítt efni
með einhverjum hætti, sem enn verður ekki skýrður, en er
að minsta kosti ekki háður neinura sjónhverfingabrögðum.
Kaupmannahöfn, 13. desember 1921.
F. Grunewáld, verkfræðingur. Knud H. Krabbe, dr. med.
Chr. Wintlier, prófessor dr. phil.
Eftir að þessi árangur hafði fengist í Kaupmannahöfn,
var E. N. fenginn til Kristjaníu, til þess að norskum vis-
indamönnum gæfist kostur á að rannsaka hann.
En þar varð nokkuð annað uppi á teningnum.
Einar Nielsen hefir tröllatrú á hæfileikum sínum,
ósýnilegum vinum sínum, málstað sínum og köllun sinni.
Annars hefði hann tæplega lagt út i þetta fyrirtæki, eins
og til þess var stofnað.
Sannast að segja furðaði oss ekki lítið á þvi, þegar
það fréttist, að hann skyldi gera þetta. Minni virtist oss
gætnin ekki mega vera, en að einhver maður ætti að
vera viðstaddur, sem full trygging væri fyrir, að hefði
verulegt vit á málinu. Það er kunnugt öllum þeim, sem
fengist hafa við rannsókn likamlegra fyrirbrigða, og sér-
staklega likamninga (eða manngerfinga), að hinnar mestu
varúðar þarf þar að gæta, og beinlinis leggja kapp á að