Morgunn - 01.12.1922, Side 137
MORGUNN
331
hafa skilyrðin sem bezt, ef menn vilja ekki eiga á hættu
annaðhvort árangursleysi eða eitthvert slys. Eitt af ein-
földustu aðalskilyrðunum er það, að miðillinn verði ekki
fyrir geðshræringum og því síður misþyrmingum. Ekki er
heldur neinn vafi á því, að sterkur mótþrói fundarmanna
gegn öllum árangri er líklegur til að aftra fyrirbrigðunum.
Nú er það af norskum vísindamönnum að segja, að
það orð leikur ekki á þeim, að þeim sé sýnt um rann-
sókn slikra fyrirbrigða. Mörgum er víst minnisstætt, þeg-
ar þeir fengu til sín i'yrir fáum árum einn af veraldar-
innar ágætustu miðlum, Mrs. Wriedt. Frammistaðan af
hálfu norskra visindamanna vakti þá undrun úti um all-
an heim; svo sneydd þótti hún allri skynsemi. Og einn
af frægustu visindamönnum Englands gat ekki bundist
þess að mótmæla.
Reyndin heíir orðið svipuð nú, nema verri sé.
Nefnd, sem skipuð var af rektor háskólans í Krist-
janíu, fékk Einar Nielsen fyrst tii »vísindalegrarc rann-
sóknar. I henni áttu eingöngu að vera »óhlutdrægir« vís-
indamenn, sem stæðu utan við sálarrannsóknirnar. Með
öðrum orðum, þar máttu ekki vera neiuir menn, sem
minstu reynslu hefðu af málinu. Reyndar fengu tveir
menn úr norska sálarrannsóknafélaginu, prófessorarnir
Oskar Jæger og Poul Heegaard, að vera viðstaddir á
fundunum, en þeir voru taldir utanveltu og hafa ekki
skrifað undir skýrslu nefndarinnar.
Fundir þessarar nefndar með miðlinum báru engan
árangur. Hvorki kom teleplasma, né neinar líkamningar.
í frammistöðu þessarar nefndar geta mcnn ráðið af
því, að þeir tveir sálarrannsóknamenn, sem á fundinum
fengu að vera, og áður eru nefndir, mótmæltu afdráttar-
laust meðferðinni á miðlinum. Hann var rétt á undan
hverjum fundi lagður undir rannsókn, sem hafði í
för með sér kvalir (»smerteforvoldende undersökelser*).
Þeir bentu á það, að með slíku atferli yrði enginn ár-
angur fáanlegur, en miðillinn, sem væri viðkvæmur (sen-