Morgunn - 01.12.1922, Síða 138
232
M 0 R fllJ N N
sibel«) og svo gerður, að sálarlíf hans yrði mjög fyrir
áhrifum utan að (»stærkt suggestibel*), hlyti að veiklast
líkamlega og beygjaat sálarlega, ef hann sætti slíkri með-
ferð. En nefndin fór að mestu sínu fram, hvað sem hinir
sögðu.
Um »óhlutdrægnina« og það andlega loft, sem E. N.
hefir verið stungið inn í þarna í Kristjaníu, geta menn
gert sér nokkura hugmynd af eftirfarandi línum úr mót-
mælaskjali þeirra prófessoranna, Jægers og Heegaards:
»Okkur rak i rogastanz við að lesa skýrslu háskóla-
nefndarinnar um þá þrjá fundi, sem hún hefir haldið með
Einari Nielsen. Hvernig getur það verið, að vísindamenn,
sem vilja láta telja sig óhlutdræga, ekki aðeins af alþýðu
manna, heldur og af vísindalega mentuðum lesendum, geti
talið sig hafa rétt til að kveða opinberlega upp almennan
fordæmingardóm yfir sálarrannsóknunum á siikum grund-
velli ? Hingað til hafa þeir menn, sem í nefndinni voru,
ekkert sint þessum vísindum. En nú, eftir þrjá fundi, sem
hafa mistekist og engan árangur gefið, finna þeir köllun
hjá sér til þess að taka að sér að vera vísindalegir yfir-
dómarar!«
Svona var nú skýrslan!
Og á fundi, sem haldinn var um málið í »Studenter-
samfundet* á eftir þessum tilraunum, endaði einn af
þessum visindamönnum, sem hingað til hafa ekkei't mál-
inu sint, ræðu sína með þessum orðum: »Teleplasma non
est« (er ekki til). Og annar þeirra lauk máli sínu á
þessa leið: »Enginn getur vorið vísindamaður í náttúru-
fræði og jafnframt lýst yfir því, að hann trúi því að
teleplasma só til*.
Hvað hafa þá pessir norsku vísindamenn afrekað í
málinu ?
Fyrst girða þeir fyrir það, þrátt fyrir viðvaranir sór
vitrari manna, að það fyrirbrigði geti koinið, sem þeir
hafa tekist á hendur að rannsaka, hvort komi; —
þvi nœst draga þeir þá ályktun af þvi að fyrirbrigð-