Morgunn - 01.12.1922, Page 141
MORGUNN
235
hvað hann hafði sjálfur eéð hjá E. N., og hann var ekki
í neinum vafa um það, að athuganirnar, sem gerðar höfðu
verið af rannsóknarmönnunum í Kaupmannahöfn, væru
óyggjandi. »Eg er sannfærður um, að nefndinni hefir
orðið á sú skyssa, sem aldrei fyrnist*, segir hann i einu
bréfinu. Sauragnirnar eru ekki í hans augum nein svika-
sönnun, heldur merkilegt fyrirbrigði. »Þessir herrar hefðu
átt að lesa bækur Crawfords; þá hefðu ályktanir þeirra
um saurinn á eftir fyrirbrigðinu orðið nokkuð á annan
veg«, segir hann. Skýringar norsku rannsóknarmannanna
á því, hvernig svikin hafi verið framin, telur hann furðu
ólíklegar og fremur hlægilegar. Svo fljótt, sem hann
fékk því viðkomið, fór hann frá Berlin til Kaupmanna-
hafnar til þess að flytja erindi til varnar Einari Nielsen,
og hann bauð honum að fara með sér til Parísar, til þess
að hann og dr. Geley gætu þar í samvinnu gert tilraun-
ir með hann.
Vér höfum ekki enn séð erindi Grunewalds, það er
hann flutti í Kaupmannahöfn, og ekki heldur neina
skýrslu um það. En vér þykjumst fara nærri um, við
hvað hann á, þegar hann minnist á í bréfinu, að Norð-
mennirnir hefðu átt að hafa lesið bækur Crawfords. Og
til skilningsauka skal hér minst örfáum orðum á fáein
atriði, sem menn vita um teleplamsað, sérstaklega fyrir
rannsóknir dr. Crawfords.
Teleplasmað er tekið úr öllum likamanum, hvar sem
í það næst, og þá ekkert siður frá þeim hlutum likam-
ans, sem eru í nánd við saurinn, ef það er þar að finna.
Það fer með miklum hraða út úr líkamanum, og á leið-
inni flytur það stundum með sér efni, sem eru því óskyld.
Verði fyrir því deigkend efni, festast þau við það. Komi
skyndilega ljós á það, flýr það með eldingarhraða aftur
inn í líkamann, og þá berast stundum með því þau efni,
sem það hefir komist í samband við, en fara ekki inn í
líkamann, heldur sitja eftir utan á honum.
Þetta tókst dr. Crawford að sanna, og hann hefir