Morgunn - 01.12.1922, Side 142
236
MORGUNN
ritað um það í bók, sem var kominn út alt að ári áður
en þessar tilraunir fóru fram í Kristjaníu. Algerð trygg-
ing var fyrir því, að miðill dr. Crawfords gat ekki fært
sig neitt úr stað. Hann samdi um það við hina ósýni-
legu gesti sina að flytja teleplasmað góðan spöl frá miðl-
inum í ker, sem leir var í. Við þær tilraunir bárust
smáagnir úr sokkum miðilsins í leirinn, og menn verða
að álykta, að þær hafi borist þangað með teleplasmanu.
En jafnframt var athugað, að leirslettur voru á fótum
miðilsins í fundarlok, og ekki unt að gera sér aðra grein
fyrir því, en að þær hefðu borist með teleplasmanu úr
kerinu.
Þegar nú þetta er athugað, virðist ekki ólíkleg tilgúta,
að frá E. N. hafi saurefni borist úr innýflunum með tele-
plasmanu. Hafi svo verið, er það eðlilegt, að þær lenda
utan á miðlinum að lokum. Þetta er því sennilegra, sem
alt bendir á, að afar-örðugt hafi verið að fá fyrirbrigð-
inu framgengt, og mjög nærri gengið miðlinum — vegna
þess að líkindum, hve skilyrðin voru óhentug.
Vér fullyrðum auðvitað ekkert um það, hvort svona
hefir legið í málinu eða ekki. En þetta er að minsta
kosti svo sennileg tilgáta, eftir þeim staðreyndum, sem
áður hafa sannast, að það verður að telja óhæíilega og
ófyrirgefanlega fljótfærni að haga sér eins og þessir norsku
rannsóknarmenn gerðu — hætta tafarlaust öllum tilraun-
um og senda miðilinn heim aftur með þeim vitnisburði,
að hann væri svikari, sjálfráður eða ósjálfráður, vissvit-
andi eða óafvitandi.
Þvi verður ekki önnur bót mælt en sú, að þeim hafi
verið ókunnugt uin tilraunir dr. Grawfords En einhver
takmörk verða menn þó að hugsa sér að megi vera á
vanþek.king þeirra manna, sem með miklu rembilæti
þykjast vera fulltrúar hinna æðstu vísinda og taka að
sér mikilsverðar rannsóknir frammi fyrir allri veröldinni.
En gorum nú ráð fyrir, að saurinn hafi komið á