Morgunn - 01.12.1922, Qupperneq 143
MORGUNN
237
búning miðilsins með þeim hætti, sem rannsóknarmenn-
irnir fullyrða.
í vorum augum batnar málstaður þeirra ekkert við
það. Það er ekki eingöngu ósannað, enda ekki fullyrt
af rannsóknarmönnunum sjálfum, að þau svik hafi verið
framin að miðlinum víasvitandi. Eftir öllum atvikum verð-
ir líka að telja það mjög ólíklegt. í augum allra manna,
sem séð hafa teleplasma, verður það harla ósennilegt, að
nokkur rnaður með réttu ráði sýni druslu, sem hann hef-
ur dregið út úr endaþarminum á sér, og ætlist til, að
menn haldi, að hún sé teleplaama. Svo ólíkt er það efni
slíkri druslu. í öðru lagi er það ekki fýsilegt óbrjáluðum
mönnum að troða slíkri druslu upp í endaþarminn á sér
og éta hana á eftir. I þriðja lagi neitar Grunewald því
í bréfum sínum, að miðillinn hefði getað þetta i þeim
búningi, sem hann var hafður í; en um það skulum vér
ekkert fullyrða. Hitt hyggjum vér, að margir verði oss
samdóma um, að það sé ólíklegt, að miðillinn hafi gert
þetta víssvitandi. Sumir rannsóknarmennirnir voru lika
með öllu sannfærðir um, að svo hefði ekki verið — í
ósjálfræði og óafvitandi hefði hann gert það.
En nú er það marg-sannað, þar á meðal af prófessor
Richet — og hans rannsóknir ættu þö Norðmennirnir að
minsta kosti að vita um — að ósjálfráð svik geta komið
fram í sambandi við hin ágætustu og merkilegustu ósvik-
in fyrirbrigði. Richet varð ekki uppnæmur við það.
Hann sagði ekki tafarlaust upp með sér og miðlinum, né
heldur lét hann miðilinn frá sór fara með neinni svika-
yfirlýsing. Hann leit á ósjálfráðar tilraunir miðilsins til
þeBs að framkvæma það með vöðvakrafti, Bera œtlast var til
að gert væri með ósýniiegu afli.sem eina hlið á því merkilega
máli, er hann hafði tekið að sér að rannsaka. Ef Einar Níel-
sen hefir gert það í meðvitundarleysis ástandi, sem honum
er borið á brýn, þá er það sannarlega rannsóknarefni.
Menn verða að hafa það hugfast að Einar Nielsen
heflr verið reyndur áður. Prófessor Oskar Jæger, mað-