Morgunn - 01.12.1922, Qupperneq 144
233
MORGUNN
urinn, sem fékk Einar Níelsen til Kristjaniu og bar því sér-
staka ábyrgð á meðferðinni á honum þar og var einn þeirra
manna, sem fyrir þessum tilraunum stóðu, veit meira um
E N. en það, að þessar sauragnir hafa sést framan á
honum. Hann veit, að hann hefir sjálfur verið á fund-
um hjá honum, gengið sjálfur úr skugga um, að alt væri
svikalaust og sjálfur séð koma frá honum efni, sem vér
:getum ekki hugsað, oss að hann ímyndi sér, að hafi verið
tekið út úr endaþarmi. Hann veit — eins og allir rann-
8Óknarmennirnir vissu — að E. N. hafði verið rannsakað-
ur af nefndinni í Kaupmannahöfn, sem áður er um getið,
með þeim árangri, sem sjá má hór að framan. Og hann
hlýtur að vita, að fjöldi manna fullyrðir, að á fundum hjá
E. N. haíi þeir séð fullkomnar manngerfingar, sem sumar
hafi sezt í kjöltu fundarmanna, og nokkurar þeirra, mann-
gerfinga hafi þekst af nánustu ættmennum þeirra manna,
sem þangað kváðust komnir úr öðrum heimi. Hann get-
ur tæplega gert sér í hugalund, að alla þessa alsköpuðu
mannlíkama — karla, kvenna og barna — hafi E. N.
geymt í endaþarminum. Hann hafði fylstu ástæðu til
þess að ætla, að eitthvað mætti fá að sjá á fundum með
E. N. annað en sauragnir, ef honum voru lögð til góð
skilyrði. Oss er það enn meiri ráðgáta en sauragnirnar,
að prófessor Jæger skyldi ekki leika nein forvitni á þvi,
hvernig á því mundi getað staðið, að sumir menn fá hjá
E. N. hin glæsilegustu fyrirbrigði, en norsku vísindamenn-
irnir fá ekki annað en sauragnir — að honum skyldi
jafnvel ekki verða að vegi að halda enn fund með E. N.
og leggja þá spurningu fyrir það vitsmuuaafl, 8em af
vörum E. N. talar, hvað það vilji um þetta segja — að
hann skuli í stað þess tafarlaust láta manninn fara heim
með svikabrigziin á bakinu og sjálfur lýsa yíir því að
■hór hafi verið höfð »viðbjóðsleg svik« í frammi.
08S er cngin launung á því, að þetta athæfi alt er
óhæfilegt i vorum augum. Og þó að sá, er þetta ritar,
só hvorki norskur né íslenzkur vísindamaður, þá telur