Morgunn - 01.12.1922, Qupperneq 145
M ORGUNN
239
hann sig hafa nokkurn rétt til þess að segja sína skoð-
un á málinu, eftir að hafa 5 ár fengist við rannsókn á
miðli, sem var gæddur merkilega Jikum hæfileikum sem
þeim, er E. N. eru eignaðir, eftir að hafa allan þennan
tíma haft sérstaka ábyrgð á þeim rannsóknum, og eftir
að hafa margsinnis staðið frammi fyrir ráðgátum, sem
ekki voru auðveldari viðureignar en saursletturnar á E. N.
E. H. K.
Síra G. Vale Owen segir af sér.
Hér í ritinu heíir nokkurum sinnum verið minst á
sira Gh Vale Owen, prest biskupakirkjunnar í Orford á
Englandi, sem mest hefir ritað ósjálfrátt. Northcliffe lá-
varður lét prenta afarmikið af þessum ósjálfráðu skrifum
í einu af blöðum sínum, »Weekly Dispatch«, og þau vöktu
éhemju athygli úti um allan heim. Síðar hafa þau verið
gefin út í 4 stórum bindum.
Margir líta svo á, sem þessi skrif séu hin fullkomn-
asta opinberun um annan heim, er komið hefir, síðan er
spiritisti8ka hreyfingin hófst. Og Sir Arthur Conan Doyle
hefir nýlega lýst Owen presti sem einum þeirra manna,
er mest andleg áhrif hafi á jörðunni, og hann sé sá mað-
urinn, sem langmest andleg áhrif hafi á Englandi.
Nú ætlar hann að láta af prestsembætti sínu. Það
stafar ekki af neinum örðugleikum í samvinnunni við
kirkjudeild hans, né biskup hans, né söfnuð hans. Síður
en svo. Sjálfur hefir hann gert eftirfarandi grein fyrir þess-
ari ráðbreytni sinni við fulltrúa eins enska blaðsins:
»Ástæðan til þess, að eg er að láta af embætti, er bú,
að eg fieíi fengið svo mörg tilmæli frá ýmsum bæjum
um alt England, og aunarstaðar frá, um að flytja erindi.
Þessi tilmæli hafa verið svo þrálát, að eg flnn það, að
eg get ekki lengur lítilsvirt svo víðtæka þrá eftir því að
heyra þann boðskap, sem eg kann að geta flutt.
•Mennirnir hafa lesið það, sem eg hefi ritað í blöðin,
en þeir finna það, að ef eg gæti staðið frammi fyrir þeim
augliti til auglitis á ræðupalliuum, þá mundu þeir stauda
betur að vígi til þess að komast sjálfir að niðurstöðu um málið.