Morgunn - 01.12.1929, Blaðsíða 3
M0K6UNN
129
CTierkilegar sálraenar rannsóknir.
Sannanir. — Orðugleikar uið miðilssam-
banð. — Frásagnir úr öðrum heimi.
Erinði flutt i S. R. F. I.
Eftir Eggert P. Briem.
Þegar velja á einhverja bók um sálræn efni, til þess
að segja frá, er um töluvert auðugan garð að gresja. Að
heita má í hverri viku, eða að minsta kosti á hverjum
mánuði, kemur út fjöldi bóka um þessi efni víðsvegar um
heim. Auðvitað eru þær bækur misjafnlega vel til þess
fallnar, að frá þeim sé sagt. Sumar eru strangvísindalegar,
svo að erfitt er að skýra þannig frá efni þeirra, að gagn
sé að fyrir áheyrandann. Aðrar vantar algerlega það vís-
indalega, en eru mestmegnis frásagnir hinumegin frá, skrif-
aðar ósjálfrátt, eða höfundur bókarinnar kveðst hafa reynt
það sjálfur, sem hann segir frá, er hann hefir farið sálförum.
Bók sú, sem eg ætla að segja frá efninu úr í kvöld,
sameinar þetta tvent, þar eð höfundurinn lætur skiftast á
kafla, sem að því er sannanir snertir, eru alveg vísindalegs
eðlis, og kafla með allskonar frásögnum um lífið hinumeg-
in. En efnið er svo yfirgripsmikið, að þvi miður verður ekki
hjá því komist að stytta frásagnirnar mikið og sleppa
TOörgu.
Þessi bók heitir: »Life Beyond Death with Evidence«
— Lifið eftir dauðann ásamt sönnunum. Er hún eftir ensk-
an prest, síra Charles Drayton Thomas, sem er mjög vel
þektur meðal spiritista í Englandi. Hann hefir áður skrifað
bók um þessi efni, er heitir »Some New Evidence for
Human Survival« — Nokkrar nýjar sannanir fyrir fram-
haldslífi mannsins. Auk þess hefir hann skrifað ýmsar rit-
gerðir um sálræn efni, tekið þátt í alþjóðaþingum spiri-