Morgunn - 01.12.1929, Qupperneq 28
154
MORGUNN
»Rangar skoðanir um, hvað sé verðmæti, og lágar sið-
ferðiskröfur, eru þegjandi samþyktar af ungum sem göml-
um. Með skarpskygni má sjá, að ekki er alt eins og það
á að vera, hvorki innan kirkjunnar né í ríkinu. Hvað er
það sem vantar? Spámaðurinn reit endur fyrir löngu: »Þjóð
minni mun verða tortímt vegna skorts á þekkingunni«. Og
þetta er satt enn í dag. Það vantar ekki aðeins skýra skil-
greining á því, hvað er tilgangur lífsins, heldur einnig al-
menna þekkingu á eðli þess lifs, sem þetta líf er undir-
búningur undir. Kirkjan mun koma að meira liði, þegar hún
getur boðið fram sannanir nútímans fyrir veruleika lífsins
eftir dauðann. Með því að sýna, hvernig þvi lífi sé háttað,
getur hún komið mönnum í skilning um, hvers vegna það
er svo ákaflega áríðandi, að þeir búi sig undir það hérna
megin og nú þegar.
»Vér eigum því láni að fagna, að lifa á þeim tima,
sem ný þekking sprettur fram úr öllum áttum. Og með
sambandi voru við þá, sem farnir eru á undan oss inn á
næsta lífssvið, höfum við tækifæri til þess að auka við
þekkingu vora á eðli og starfsemi þess lífs. Það er ekki
svo Iangt síðan að sumir álitu, að mennirnir gætu nú ekki
lært meira um stjörnur himinsins, en þegar litsjáin og
stjörnuljósmyndanirnar komu til sögunnar, jók þetta tvent
mjög á þekkingu vora á efnisheiminum. Það timabil er að
hefjast, þar sem maðurinn mun auka þá rýru þekkingu,
sem hann hefir nú um ósýnilegan heim, með því að þroska
og nota þær gáfur, sem honum eru gefnar til þess að öðl-
ast þekkinguna. Með bók þessari er lítilsháttar stefnt í þá
átt, að benda á auðæfi þeirrar uppsprettu.
»Um það kann að verða spurt, hvað gott geti leitt af
því, að almenn viðurkenning fáist á því, að framhaldslífið
sé sannað. Eg álít, að það muni gera öðrum sama gagn
og það hefir gert mér. Það hefir stórum aukið og treyst
þá trú, er eg hafði fyrir, bæði þegar sorgir bera að hönd-
um og að því er snertir ellina og dauðann . . . Er þetta
■ekki veruleg hjálp mitt í örðugleikum lífsins?
»Þegar menn verða fyrir óvæntum missi, getur það