Morgunn - 01.12.1929, Qupperneq 31
M 0 R GUNN
157
Hattie sannar sig.
Erinði, sem
Florizel u. Reuter
flutti í 5. F. R. Í.
Eg ætla mér í kvöld að skýra yður frá tilraunum,
■som eftir skoðun hins fræga rithöfundar og spiritista,
Sir Arthurs Conan Doyle virðast ætla að verða klassisk-
ar í sögu spiritismans, vegna þess, hvað þar hafa komið
fram margar sannanir fyrir því að sá sendi skeytin í
raun og veru, sem segist gera það.
Það er alþekt staðhæfing þeirra sem mótfallnir eru
spiritistisku skýringunni, að aldrei komi fram í skeytum
frá framliðnum mönnum neinar staðreyndir eða atriði,
.sem einhver viðstaddur viti ekki, og að þar afleiðandi
megi æfinlega skýra þessi skeyti með kenningunni um
firðhrif, annaðhvort frá dagvitund eða undirvitund
fundarmanna.
Það hefir sannast að þessi skoðun er röng, því að
nýlega hafa um 40—50 af hdr. af skeytum frá framliðn-
um mönnum, sem rannsökuð hafa verið með gagnrýni,
áreiðanlega flutt sannanir um það, frá hverjum þau
væru og sömuleiðis hefir þar verið getið sérstakra atriða,
sem enginn viðstaddur gat með nokkuru móti vitað neitt
um. Með því hefir á merkilegan hátt fengist staðfesting
á uppruna skeytanna og firðhrifa skýringunni verið
hnekt.
Áreiðanlega er það, sem jeg ætla að segja ykkur í
kvöld, eitt af þeim dæmum.
Til þess að gera yður málið fyllilega ljóst, verð eg
að biðja um leyfi til þess að fara með yður 45 ár aftur í
tímann, aftur í barnæsku móður minnar.
Þegar hún var 10 ára, kyntist hún tveimur systrum
í fæðingarborg sinni. Skírnarnöfn þeirra voru Florence
■og Hattie. Florence var eldri systirin, um 5 árum eldri