Morgunn - 01.12.1929, Side 32
158
M 0 R GU NN
en Hattie, en Hattie var nokkrum árum eldri en móðir
mín. Stúlkurnar léku sér við og við saman sem börn.
Þegar þær fóru að stálpast, skildu þær, og um 25 ára.
tíma var sama sem ekkert samband milli þeirra. Fyrir
3^2 ári heimsóttum við aftur fæðingarstað okkar, eftir
að hafa verið annarsstaðar 15 ár, og þá hittum við aftur
systurnar tvær. Þær sögðu okkur, að þær ætluðu að
flytja sig til Kaliforniu bráðlega. Við fréttum ekkert
frekar frá þeim eftir þetta. Þetta er að segja af þeim at-
burðum, sem voru inngangur að málinu, sem eg ætla
að skýra ykkur frá.
Nú kemur málið sjálft.
Seint 1 ágúst 1927 fengum við með stöfunaráhaldi
okkar, additornum, stutt skeyti, sem virtist líkast ákalli
um hjálp. Það var svona:
„Florence þarfnast hjálpar".
Okkur kom þá ekki til hugar að setja þessi orð í
samband við Florence í Californiu. Fáum vikum síðar
fengum við bréf frá Florence, og höfðum þá ekkert
frétt frá henni um marga mánuði.
Hún var full örvæntingar, af því að systir hennar,
Hattie, hafði dáið nokkrum vikum áður.
Sjálf var hún þrotin að kröftum, og langaði ekki
til annars en fara á eftir systur sinni, sem hún unni svo
heitt.
Systurnar voru ógiftar og höfðu aldrei skilið alla
æfina.
Hattie sjálf var að skapgerð yndisleikurinn sjálfur,
óeigingjörn og góðlynd, en — eftir því sem Florence
sagði okkur seinna — mjög þrálát með að fá sumum
hlutum framgengt.
Snemma í des. 1927 kom Hattie til okkar í fyrsta
sinn. Eins og venja er til við fyrstu tilraunir, var skriftin
stutt og dálítið ruglingsleg.
Samt gátum við stafað okkur fram úr þessum orð-
um: „Skrifið Florence. Efist ekki um að það sé eg. Eg