Morgunn - 01.12.1929, Page 48
174
MOBQUNN
að ástvini sína þar. Með þeim hætti fara syrgjendurnir
að gera sér grein fyrir því, að þeir hafa ekki með öllu
mist af sambandi við þá, sem frá þeim hafa farið, að
þeir hafa ekki með öllu tapast, þó að þeir séu komnir
úr augsýn. Með því að geta gert sér grein fyrir þessu,
er fenyin til viðbótar kórónan á hina kristnu von og
trú, og eg er sannfærður um, að þetta vilji guð mönn-
unum til handa. En til þess að þetta geti fallið mönnum
í skaut, 'parf sjálfsfórn helgaðra miðilshæfileika.
Og þá sjáum vér, að texti vor: „Kærleikurinn bygg-
ir upp“ á mjög hagnýtt erindi til spíritismans yfirleitt
og til miðilsgáfunnar. Meðvitundin um það að eiga sér-
staka þekking stofnar oss í hættu við sérstakar tegund-
ir yfirsjóna og breyskleika. Kærleikurinn bjargar oss
frá þeim hættum; hann eykur að stórum mun mátt vorn
til þess að verða að verulegu gagni, jafnframt því sem
hann fyllnægir sálunni og lyftir skapgerð vorri á æðra
stig. I því nýja lífi, sem bíður vor eftir dauðann, mun
jarðnesk þekking vor bráðlega missa gildi sitt, en þar
á móti munum vér búa að því eiliflega, sem vér kunn-
um að eiga af kærleika.