Morgunn - 01.12.1929, Síða 49
M0R6UNN
175
Bók ör. ÍT)arten5en-Lar5en5
„Om Qöðen og ðe ðöðe“.
Eftir Hallöór lónaBSon.
Rö mestu eftir erinöi er harin flutti
i Sálarrannsóhnarfélagi ísianös.
Nýlátinn er nú einn hinn kunnasti rithöfundur meðal
danskra presta nú á dögum, dr. Hans Martensen-
Larsen, dómkirkjuprófastur í Hróarskeldu. Hann var
dóttursonur hins alkunna biskups Hans Larsen Marten-
sens (1808—84), sem frægur varð víða um lönd fyrir
ritstörf sín, einkalega um kristilega siðfræði og trú-
fræði. — Dr. H. Martensen-Larsen var fæddur árið
1867. Varð eins og afi hans lærdómsmaður mikill og
vann sér árið 1896 Licentiat-nafnbót fyrir rit um „Sér-
stöðu eingyðistrúar bib.líunnar í trúarsögu heimsins“.
Þær bækur sem einkum komu nafni hans á loft, voru
„Tvivl og Tro, „Stjerneuniverset og vor Tro“ og Stjerne-
himlens store Problemer“, þar sem hann heldur fram
þeirri merkilegu skoðun, að jörðin muni vera eini himin-
líkaminn, sem bygður sé lifandi verum. — Hér á landi
er dr. M.-L. eflaust kunnastur orðinn fyrir bókina
„Spiritismens Blændværk“, sem kom út 1922 í tveim
bindum. Þá bók lásu hér margir og olli hún miklu um-
tali. Ritaði Einar H. Kvaran um hana í „Morgun“ III.
ár (bls. 206). — í þessari bók kemur M.-L. fram sem
mjög ákveðinn andstæðingur spíritismans, en þó með
nokkuð öðrum hætti en alment gerist, því að hann
ber ekki brigður á allar frásagnir af miðlarannsóknun-
um. Hann álítur að fyrirbrigðin gerist að mestu leyti
eins og frá þeim er sagt, en að þau hafi uppruna sinn
t!’á illum kröftum andlegu tilverunnar, sem reyni að
leika á og afvegaleiða mannfólkið. — Einstrengings-
legar skoðanir í þessum og fleiri efnum eiga auðvitað
uPpruna sinn í hinu strang-kirkjulega uppeldi er dr.