Morgunn - 01.12.1929, Qupperneq 52
178
M.ORGUNN
áhrifum kirkjunnar. En að nóg sé jafnan til af frásögn-
um um dularfulla atburði, og eins í Danmörku og"
annarsstaðar, það sannast á því, að ef eitthvað sérstakt
tilefni gefst, þá streyma þær að úr öllum áttum. — I
þetta sinn er það nú einmitt vel metinn kirkjunnar
maður, sem safnar slíkum sögum, og þá leysir fólkið
fúslega frá skjóðunni. — Efninu er nú ekki mjög
greinilega skipað niður eftir bindum. Höfundi hafa altaf
verið að berast sögur á rneðan hann var að skrifa bók-
ina, og koma margar því í seinni bindunum, sem fult
eins vel hefðu átt heima í því fyrsta og öfugt. 1 fyrsta
bindinu er tilgangurinn einkum sá að sýna hvaða hæfi-
leika mannssálin geti sýnt hérnamegin grafarinnar,
er af megi ráða sjálfstæði hennar. Kemst hann að raun
um, að sögurnar bendi ótvírætt í þá átt að sálin sé sér-
stök vera. Auðsjáanlega hefir hann einnig kynt sér
mótbárur efnishyggjumanna, sem telja allar dulsýnir
vera heilaspuna (hallucinationir) eða missýnir (illusi-
onir). Til dæmis þegar menn sjái engla með vængjum
og jafnvel Krist sjálfan, eða þá illa anda og púka og
sjálfan kölska, þá séu þetta auðsjáanlega myndir, sem
kirkjan og þjóðtrúin hafi innrætt mönnum. — Höf.
neitar því nú ekki að þetta sé svo, myndirnar séu að
einhverju leyti heimagerðar hjá þeim mönnum, sem sjá
þær. En hann heldur því fram, að þessar sýnir hafi
samt sinn veruleika að geyma og sína sönnu sögu að
segja um sálarástand þess sem sér þær. Einnig sé það
ekki ósennilegt, að utanaðkomandi öfl séu séu hér líka
að verki og reyni að hafa áhrif á sjáandann, og fari
þær sýnir, er undirmeðvitundin leiðir fram, mikið eftir
því hverjum þessara afla takist að verka á sálina. —
Það er eftirtektarvert hvað höf. er varkár að draga
ákveðnar ályktanir. Hin gamla trú hans á kirkjukenn-
ingarnar er auðsjáanlega þung á metunum, og honum
sýnist enn hætta fullmikið til að líta á andlátið sem
úrslitastund um það hvort ástand sálarinnar verði ilt
eða gott í öðrum heimi.