Morgunn - 01.12.1929, Side 62
188
M O R G U N N
skyni að fræða menn alment um gang eða ásigkomulag
annars lífs.
Síðari hluti síðasta bindis eru eintómar frásagnir um
álit ýmsra trúarlegra rithöfunda, sem gert hafa tilraunir
til að fylla upp í eyður þessara kenninga, án þess þó að
hægt sé að segja að álit nokkurs þeirra hafi orðið
ríkjandi.
Mér finst það nú verða oflangt mál að fara út í
að lýsa þessum skoðunum, en verð að vísa þeim mönn-
um, er vilja kynna sér þær, á bókina sjálfa, eða öllu
heldur á einhverja vel ritaða trúarsögu, sem hefir þetta
alt að geyma.
í heild sinni má segja að þessi síðasta langa bók di\
Martensen-Larsens, færi manni ekki neinn nýjan eða
stóran sannleik. En þar er víða við komið og margt mætir
lesaranum, sem gefur efni til íhugunar.
Mér dettur í hug að mir.na að lokum, aftur á þessi
ákveðnu orð Lúthers:
„Orðið hef eg — meira veit eg ekki og vil ekki vita!“
Svo mikil andúð sem í þessum orðum virðist liggja
gegn rannsóknum náttúruaflanna — sem reyndar verður
nú skiljanlegri þegar athugað er á hvaða tíma þau voru
töluð — því einkennilegra er að athuga, að það skuli
ekki í skjóli neinnar trúarstefnu hafa þróast jafn frjáls,
frjósöm og fjölhliða vísindarannsókn síðan sögur fara
af, eins og einmitt í skjóli Lútherstrúarinnar. — Þrátt
fyrir alt, var það Lúther, sem steig eitt fyrsta og ákveðn-
asta sporið til ]>ess að ritningarnar yrðu ransakaðar af
dómgreind. Og fyrir það hefir nú tíminn leitt í ljós, svo
margfalt skýrar en áður, að þótt játninga- og kenninga-
kerfin kunni að bíða hnekki, ]>á er svo langt frá því að
heilbrigð trúhneigð manna veikist, heldur miklu fremur
styrkist hún og nærist á samviskusamri vísindarannsókn
og leit að sannleikanum.