Morgunn - 01.12.1929, Side 64
190
MO'RGUNN
sem telja verður andstyggilegt, glæpsamlegt og jafnvel
djöfullegt. f sumum þeim bókum, sem nú eru mest
lesnar í mentuðum heimi, kemur fram rík tilhneiging'
til þess að varpa henni fyrir borð. Og ef sumum þeim
mönnum, sem mest ber á í ritum hér á landi og ríkasta
áherzlu leggja á það að verjast erlendum áhrifum, er
ljóst, hvað fyrir þeim vakir, þá er ástæða til að ætla,
að þeir séu sama sinnis. Þið hafið sjálfsagt tekið eftir
því, að í ýmsum ritum, einkum þeim, er leggja áherzlu
á ágæti sveitalífsins, er talað kuldalega um vélamenn-
inguna. Vélamenningin er menning Vesturlanda. Eg
geri ráð fyrir að enginn okkar sé mótfallinn menning
nútímans, þó að eg viti það ekki. Eg get sagt það um
sjálfan mig, að eg trúi því, þrátt fyrir alla annmarka
hennar, að hún sé enn mikilvægari en hún bersýnilega
er á yfirborðinu. Eg get hugsað mér, að öl 1 þekkingar-
viðbótin, og öll vitleitnin við að færa þekkinguna út í
lífið, eins og annars alt vort starf, sé gætt einhverju
óendanlegu alheims- og eilífðar- mikilvægi. Eg veit
ekki, hvernig því milcilvægi er háttað. Eg kannast við,
að þetta er eingöngu trúaratriði. Það stendur í sam-
bandi við þá hugmynd mína um hina jarðnesku tilveru
vora, að hún sé ekki eins og einangrað sandkorn á
hinum ómælilega fleti alheimsins, heldur miklu frem-
ur eins og lífrænn liður í óendanlegu kerfi altilverunn-
ar. Eg get ekki gért grein fyrir þessum hugsunum að
þessu sinni. Eg ætla að tala um annað. En eg læt þessa
getið í því skyni einu að girða fyrir misskilning á því,
sem eg ætla nú að hverfa að.
Mig langar þá til að minnast á það, að a. m. lt. eftir
því sem eg skil sögu mannanna, hefir ekki insta og
dýpsta þrá þeirra stefnt að þessu, sem vér getum fólgið
í orðunum að ,,gera sér jörðina undirgefna.“ Eg ræð
það af því, að mestu djúphyggjumennirnir, víðtækustu
andarnir, stærstu geníin hafa stefnt að öðru. Og eg
ræð það líka af hinu, hve afarsterka tilhneiging menn-