Morgunn - 01.12.1929, Page 65
M 0 R G U N N
191
irnir hafa haft til þess að tileinka sér hugsanir þeirra
og reynslu, þó að það hafi óneitanlega gengið örðuglega.
Hvað er það þá, sem stefnt hefir verið að?
Mér skilst svo sem það hafi verið það, að ná ein-
hverju sambandi, sem vér vitum af, við það sem stund-
um er nefnt á heimspekilegu máli hinn insti veruleikur,
stundum sannleikurinn — ekki hin og önnur sannindi,
sem vér erum altaf að finna, heldur sannleikurinn sjálf-
ur — og oftast er nefnt guð.
Leiðin, sem oss hefir verið bent á að þessu tak-
marki, af þeim, sem lengst hafa komist, hefir verið
nefnd trúarleiðin. Til þess að girða aftur fyrir mis-
skilning, ætla eg heldur að nefna hana dulvísileiðina
eða hreinmystisku leiðina. Því að hún á ekkert skylt
við neinar trúarjátningar eða samsinning neinna skil-
greininga á trúarlegum efnum. Hún er alt annars eðlis,
þó að kristnum heimi virðist hafa veitt örðugt að átta sig
á því. Oss hefir líka verið bent á aðra leið, sem flestir
hafa aðhylst og eg kem að síðar.
Mig langar til að reyna að gera ykkur skiljanlegt,
vinir mínir, hvað eg er að fara. Eg get ekki gert þessu
skil til hlítar. Eg verð að stikla á stóratriðum. Og eg
ætla þá sérstaklega að benda ykkur á mikilfenglegasta
dæmið, sem vér höfum sögur af, höfund hinna kristnu
trúarbragða, Jesúm frá Nazaret.
Og nú ætla eg enn að slá varnagla. Eg veit að
menn greinir á um það, hvernig sá sannsögulegi Jesús
hafi í raun og veru verið. Eg get hugsað mér, að við
gerum okkur ekki öll sömu hugmyndirnar um það.
Eg ætla ekki í kvöld að gera neina tilraun til þess að
hafa áhrif á þær hugmyndir yðar. Það kemur eklci beint
við mínu máli. En eg ætla að víkja ofurlítið að ])eim
hugmyndum, sem menn gerðu sér um hann í uppphafi
kristninnar, eftir því sem þær hugmyndir koma fram í
guðspjöllunum. Þó að svo væri, sem sumir ætla, en eg
ætla ekkert að segja um í kvöld, að frásagnirnar um
hann hafi eitthvað færst úr lagi, af því að vitanlega