Morgunn - 01.12.1929, Page 71
MOBGUNN
197
Eg segi það ekki í því skyni að varpa rýrð á hana
eða rengja veruleik hennar. lJó að eg hafi nefnt hana
draum mannanna, af því að lítið ber á henni í daglegu
lífi, þá er eg ekki í neinum vafa um það, að sá draum-
ur er runninn upp af reynslu, mjög dýrmætri reynslu. Alt
af öðru hvoru hefir skotið upp úr straumi aldanna mönn-
um með þessa vissu, — þetta, sem Englendingar nefna
nú oft cosmic consciousness, alheimsvitund. Vér höfum
venjulega nefnt þá helga menn, og hin dularfullu fyrir-
brigði, sem Jesús hefir heitið ]æim, er trúa, hafa að
meira eða minna leyti komið í ljós hjá þeim. Hitt er tví-
mælalaust, að allur ]>orri manna hefir farið á mis við
þessa trú. Því fer svo fjarri, að máttarverkin og sam-
bandið við æðra heim hafi haldist, að ]>að er alltítt, að
kristnir menn taki því með vonsku, ef á ]>að er minst, að
þetta gerist nokkurstaðar í veröldinni.
Nú er því svo farið, sem eg hefi áður vikið að, að
sumir menn, sjálfsagt flestir menn, telja ekki máli skifta
um þessi undur og furðuverk, sem eiga að vera samfara
trúnni eftir skýlausum staðhæfingum Nýja Testamentis-
ins. Þeir segja, að alt velti á því, að menn tileinki sér
kenningu Jesú, þá lífsskoðun, sem hann boðaði. Þið vitið
allir, vinir mínir, hver sú lífsskoðun er: að mennirnir
séu allir bræður og systur, allir börn guðs; að ekkert vit
sé í öðru en að safna sér fjársjóðum á himni — ekki að
eins vegna þess, að annars komi menn eins og algerðir
öreigar inn í annan heim, heldur líka vegna hins, að
ef ]>etta sé vanrækt, þá verði jarðneska lífið að lokum
að nokkurs konar helvíti; að ]>að gagni mönnunum ekk-
ert, þó að þeir vinni allan heiminn, þó að þeir geri sér
jörðina undirgefna, eins og þeir eru nú að gera, ef þeir
glata sál sinni.
Eg }>arf naumast að taka það fram, að mér virð-
ist sem mönnunum hafi álíka hrapallega mistekist að
eignast ])essa lífsskoðun, eins og þeim hefir mistekist að
eignast þá trú, sem flytur fjöll, veldur táknum og stór-
merkjum og opnar fyrir oss annan heim. Eg veit, að