Morgunn - 01.12.1929, Page 73
MOEGUNN
199
hugmyndir síðari tíma. Þetta er óneitanlega lofsvert og
afar-mikilvægt. En þrátt fyrir þetta mikilvæga viðfangs-
efni nýju guðfræðinnar, hefir hún haft mikla tilhneig-
ing, bæði í Þýzkalandi og Englandi, til þess að smeygja
sér fram hjá máttarverkunum. Nú er enginn vafi á því,
að það voru máttarverkin, sem mesta athygli vöktu hjá
samtíðarmönnum hans. Og af öllu því, sem eftir Jesú
frá Nazaret liggur í hinu jarðneska lífi hans, vitum vér
vafalaust mest um máttarverkin. Að mjög miklu leyti
hefir trúin á leið kirkjunnar orðið trú á sérstakar kenn-
ingar um guðdóminn, sem myndast hafa eftir daga Jesú
frá Nazaret. Talað er um samband við guðdóminn, sem
myndist sumpart með því að veita hinum viðurkendu
kenningum viðtöku, sumpart með bænariðju, sumpart
með ástundun góðra verka. En ekki er búist við neinum
merkjum um þetta guðssamband, þeim er skeri úr og séu
sönnun fyrir því, að það sé verulegt. Að hinu leytinu
er haldið fram því broti af lífsskoðun Jesú, sem eg hefi
vikið að — um bræðralag mannanna og föðureðli guðs,
um hina himnesku fjársjóði, og um mikilvægi þess að
glata ekki sál sinni.
Mér kemur ekki til hugar að gera lítið úr þessari
leið, sem mannsandinn hefir svo lengi farið, þó að eg
haldi því afdráttarlaust fram, að mikill munur er á
henni og leið Jesú frá Nazaret. Eg efast ekki um, að
margir hafi á ]>essari leið fundið hina sönnu gæfu. Eg
efast ekki um, að mannkynið eigi henni mikið að þakka.
En verkin sýna merkin. Það væri fávís maður, sem
fullyrti, að á þessari leið hafi tekist að lækna hið marg-
þætta böl veraldarinnar. Það er eins og mannkynið standi
á eldgígsbarmi. Kynflokkur stendur gegn kynflokki. Þjóð
stendur gegn ]>jóð. Stétt stendur gegn stétt. Og glæp-
irnir magnast. Alt er að verða fult af kúgun. í stórum
flákum af Norðurálfunni, í ríki eftir ríki, er það að
reestu ]>urkað út, sem vér nefnum frelsi. Auðvitað magn-
ast hatrið að sama skapi og kúgunin. Svo hefir ávalt
farið.