Morgunn - 01.12.1929, Blaðsíða 79
MOKGUNN
205
Framliðinn maður uísar á skjöl.
Eftir Cheiro.
[Höf., sem ritar undir þessu dulnefni, er aí írskum aðalsættum.
Hann er heimsfrægur fyrir dulargáfur sinar, sérstaklega fyrir það, hvern-
ig honum hefir tekist að segja mönnum, þar á meðal ýmsum af mikil-
mennum Englands, fyrir forlög sin. bessi frásaga er tekin úr mjög
merkilegri bók eftir þennan höf. um ýnisa dulræna reynslu hans].
Á einu tímabili æfi minnar var ég eins og margir
aðrir að því leyti, að eg trúði því ekki, að framliðnir menn
gætu gert vart við sig. Á eftirfarandi blaðsíðum ætla
ég að segja frá atviki, sem var svo mikilvægt fyrir líf
mitt að það neyddi mig til þess að trúa ekki aðeins því
að unt sé að fá samband við þá, sem kallaðir eru dánir,
heldur líka, eins og mér hafði reynst, að það gæti haft
raunverulegt gildi, svo að ekki yrði um vilst.
í marsmánuði 1896 var ég staddur í vesturhluta
Bandaríkjanna. Eg fékk þá skeyti um það að faðir minn
væri að deyja og fast var lagt að mér að hverfa tafar-
laust aftur til Englands, ef ég ætlaði að gera mér von
um að sjá hann lifandi.
Eg hafði verið á stöðugum ferðum og fyrir því hafði
eg ekki séð hann meira en 15 ár.
Fáum klukkustundum eftir að eg fékk þetta skeyti
var eg kominn upp í járnbrautarlest og hraðaði mér
svo sem mér var unt til þess að ná í næsta skipið, sem
átti að fara frá New-York. Hvenær sem viðstaða varð,
símaði eg föður mínum, að eg væri á leiðinni.
Þetta var löng ferð, meira en sex þúsund mílur, en
að lokum komst eg að rúminu hans kl. 2 um nótt, og
enn var hann lifandi. Læknirinn sagði, að símskeyti
mín hefðu haldið í honum lífinu. Þegar við höfðum
heilsast, tók faðir minn til máls, mjög veiklulega, og
sagði: Sonur minn, eg hefi beitt öllum mínum viljaki’afti
til þess að halda mér lifandi í því skyni að geta sagt