Morgunn - 01.12.1929, Síða 84
210
MORGUNN
Partur af hendi myndaðist og þumalfingur sló á þenn-
an blett eins og til þess að segja: „Geturðu nú annað en
þekt mig?“
Þrátt fyrir alla efagirni mína varð eg nú að láta
undan. Það var svo mikil þrá í þessum augum, að það
var níðingsverk að svara þeim ekki. Eg hallaði mér
áfram og sagði: „Já, pabbi, eg þekki þig; samt get eg-
enn ekki trúað því, að þetta sé í raun og veru þú.
Hvernig getur annað eins og þetta verið mögulegt?"
Eg gat séð að varirnar gerðu mikla tilraun til að
tala. Þetta var svo líkt æfilokum föður míns, þegar
taugarnar urðu máttlausar, að þegar jeg fór að hugsá
um þetta, komu tárin fram í augun á mér.
Þá kom röddin — í fyrstu svo veik, að mér veitti
örðugt að ná orðunum.
Mennirnir, sem sátu nærri mér í hringnum, sáu
andlitið jafn-greinilega og eg. Þeir heyrðu lika orðin,
en það verð eg að bera þeim, að í stað þess að sýna
nokkura forvitni, virtist þá ekki langa til annars en
hjálpa. Til þess að auka sveiflurnar sungu þeir lágt
nokkur sálmalög, hvert á fætur öðru; þeir voru samtaka
um það að láta mig vera einan með þessu anda-andliti,
sem þeir sáu að var að beita svo mikilli orku til þess.
að koma einhverju skeyti til mín.
Andlitið á föður mínum kom enn nær andlitinu á
mér. Nú gat eg heyrt hvert orð, sem hann var að segja.
Þetta var sama röddin eins og í lífinu, sömu áherzlurnar,
sami hreimurinn. Fyrst komu fáein, venjuleg kveðjuorð
— nákvæmlega þau, sem faðir minn mundi hafa látið
sér um munn fara við son sinn, eftir að hafa ekki séð
hann um nokkurn tíma.
„Mér þykir vænt um, að þú lítur betur út, drengur
minn , en þegar eg sá þig síðast við rúmið mitt, en það
var eðlilegt, að þú værir örþreyttur eftir þessu löngu
ferð, sem þú hafðir farið til þess að komast til mín.
Segðu móður þinnj, að eg hafi talað við þig í dag, og
segðu henni, að systir þín virðist vera mjög ánægð í