Morgunn - 01.12.1929, Síða 89
MOEGUNN
215
Erlenöar bcekur
senöar ,,morgni“.
John Henry Remmers: Is Death the End?
Progressive Publications, Inc. Dayton, Ohio.
199 bls.
Þessi ameríska sálarrannsóknabók hefir fengið á-
gætar viðtökur á Englandi, enda á hún það skilið.
Höf., sem er verkfræðingur í Colorado, misti son
sinn, tók sér það mjög nærri og fékk óviðráðanlega þrá
eftir vissu um það, hvort nokkurt framhaldslíf væri til.
Hann sneri sér til prestanna, en þeir gátu engu svarað
honum, sem honum fanst takandi mark á. Hann þekti
engan mann, sem fengist hafði við sálarrannsóknir, né
neitt kynst spíritismanum, og hann vissi ekki um neina
bók, sem fjallaði um þau efni. Samt tókst honum að fá
spurnir af því, að á miklu bókasafni, sem hann gat
komist að, mundi vera mikið af merkilegum bóltum um
það, sem hann fýsti mest að fræðast um, en að heldur
mundi vera farið dult með þær. Og hann hitti þar
bækur eftir menn eins og Myers, Crookes, Schrenk
Notzing, Geley, Crawford, William James, Zöllner,
Flammarion, Alfred Russel Wallace og Oliver Lodge —
„sanna þekkingarnámu“, segir hann, „sem vandlega
var falin fyrir augum mannanna".
Eftir að hann hafði aflað sér veigamikillar, bók-
legrar fræðslu um málið, tók hann að gera tilraunir —
fyrst með konunni sinni einni. Hvorugt þeirra hafði áður
orðið vart við neitt dulrænt. Þau byrjuðu snemma í nóv-
ember 1924, og viku eftir viku kom enginn árangur. En
seint í janúar fengu þau í fyrsta skiftið högg í' borðið,
sem þau sátu við. Eftir það tóku fyrirbrigðin að eflast,
þó að hægt gengi það, og sjálfur hefir hann, fyrir
þessar tilraunir, öðlast skygni og dulheyrn, en konan
hans orðið raddamiðill.