Morgunn - 01.12.1929, Page 103
MORGUNN
229
reglu að láta Mrs. Husk ekki vita um nafn neins nýs fund-
armanns á undan fundi, sagði aðeins, að þetta væru vinir
mínir. Stundum fór eg með menn á fundina, til þess að fá
sannanir fyrir, hverjir hinir framliðnu menn væru. Eitt
skiftið fóru með mér tvær konur, Mrs. og Miss Morgan.
Nafnið Morgan er fremur algengt í Wales, en þegar John
King kom, heilsaði hann Mrs. Morgan með þessum orðum:
»Mér þykir vænt um, að tvö skyldmenni mín skuli vera
hér í kvöld.« Nú hét John King í raun og veru Sir Willi-
am de Morgan. Hann hafði verið fremur illræmdur maður
á ríkisstjórnarárum Karls 2., og þegar hann birtist á sam-
bandsfundum, sagðist hann vera að bæta fyrir nokkur af
þeim illverkum, sem hann hefði framið í jarðlifinu. Eg vissi
ekki, að Mrs. Morgan væri af þessari ætt, en hún sagði
mér siðar að svo væri, og að fjölskyldan hefði slept sam-
stöfunni »de« úr nafninu.
|Niðurl. i næsta hefti.]