Morgunn - 01.12.1929, Qupperneq 107
M O R G U N N
233
lesa út úr hinni helgu bók kristinna manna. Eg fæ ekki
séð, að slikt sé í eðli sinu efni neinna nýrra, sérstakra
trúarbragða. En hvað um það, — þessum boðskap hefir
verið tekið með svo miklum rengingum og rannsóknum,
að óhætt mun að fullyrða að slíks séu ekki dæmi um neina
andlega hreyfingu í sögu mannkynsins. Ekkert er það óeðli-
legt, að hjá sumum mönnum veki þetta tilbeiðsluhug og
aðdáun. En það gerir hið sýnilega sköpunarverk líka hjá
sumum mönnum. Jónas Hallgrímsson athugar Þingvalla-
hraun og yrkir:
Drottins hönd þeim vörnum veldur;
vittu, barn, sú hönd er sterk;
gat ei nema guð og eldur
gjört svo dýrlegt furðuverk.
Spíritisminn virðist hafa verið til, í ein-
^hdtismi11^1 ^verri mynd, allar götur síðan er vér
fórum að hafa sögur af mannkyninu. Hann
hefir haft óhemjulega mikil áhrif með mönnunum. Upp úr
honum er að einhverju mjög miklu leyti sprottin trúar-
brögð þeirra, og ein spíritistiskasta bók veraldarinnar er
Gamla Testamentið. Upp úr honum er líka sprottið megnið
af hjátrú mannanna. Á öllum öldum hefir hið dularfulla
náð sterkum tökum á fjöldá manna — oft til góðs, en
stundum líka til þess, er miður æskilegt hefir verið. Eg
held að hættan hafi aldrei verið jafn-lítil og nú á því, að
hið dularfulla fari með menn i gönur. Það eigum vér að
þakka spíritisma nútimans, þar sem honum er haldið í skyn-
samlegu horfi.
Hættan við að Mennirnir, sem álykta Iíkt og dr. Mar-
sleppa sjálf' tensen-Larsen, eru í miklu meiri hættu
stæðinu. við að »sleppa sjálfstæði sínu« andspænis
hinu dularfulla en spiritistarnir. Hann heldur, að verur úr
öðrum heimi geri mönnunum vart við sig fyrir sérstaka
ráðstöfun guðdómsins. Langt mál mætti um það rita, hvað
það hefir reynst hættuleg ályktun. Spíritistarnir Iíta alt
annan veg á þetta. Ef verur úr öðrum heimi gera vart við
sig, telja þeir það ekki fremur vera fyrir neina guðlega